Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2016 21:43 Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. Þetta er nýjasta kynslóð af farþegaþotum, hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum borgarsamfélaga með minni flugvelli. Framleiðendur segja að hún sé hljóðlátasta farþegaþotan sem framleidd er í heiminum í dag, með fjórfalt minna hljóðspor en eldri vélar. Hún hefur samt sem áður langt flugdrægi, sem gefur henni færi á að þjóna helstu áætlunarleiðum til og frá Íslandi. „Þessi vél er aðeins minni en stærri Boeing- og Airbus-vélarnar. Það er gap á markaðnum milli minni vélanna og Boeing- og Airbus-vélanna og við erum að reyna að brúa það bil,“ segir flugstjórinn Mark Elliot.Flugstjórinn Mark Elliot í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Millilandaflugi var hætt að mestu frá Reykjavík fyrir nærri hálfri öld þar sem þotur þess tíma þóttu of háværar og kröfðust lengri flugbrauta. Þessi nýja kynslóð flugvéla breytir þeim forsendum. Ekki aðeins er Bombardier-þotan sögð afar hljóðlát heldur einnig sparneytin og svo segir flugstjórinn okkur að flugbrautirnar í Reykjavík séu nægilegar langar. „Já, þess vegna erum við að koma hingað í dag og eins og þú veist er nokkuð hvasst hér í dag. Við ráðum vel við brautina. Við verðum með fulla tanka af eldsneyti við flugtak héðan og munum fljúga beint til Wichita í Kansas,“ sagði Mark Elliot fyrir flugtak en flugtíminn þangað var áætlaður um sjö og hálf klukkustund. „Við getum flogið bæði frá Keflavík og Reykjavík beint til Evrópu eða Bandaríkjanna án vandkvæða með fulla vél af farþegum,“ sagði flugstjórinn. Bombardier CS-300 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fulltrúar Icelandair og Flugfélags Íslands voru meðal þeirra sem skoðuðu vélina.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bombardier-þotan er framleidd í tveimur lengdum, CS 100, með sæti fyrir allt að 130 farþega, en hún þarf 1.460 metra langa flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Lengri gerðin, CS 300, með sæti fyrir allt að 160 manns, þarf 1.890 metra flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Þegar við fylgdumst með flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli biðum við spenntir að sjá hvort flugstjóranum dygði hálf flugbrautin til að taka hana á loft. Jú, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 lék hann sér að því og spurning hvort þotur eins og þessar gefi Íslendingum aftur færi á því að ferðast út í heim beint frá Reykjavík. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. Þetta er nýjasta kynslóð af farþegaþotum, hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum borgarsamfélaga með minni flugvelli. Framleiðendur segja að hún sé hljóðlátasta farþegaþotan sem framleidd er í heiminum í dag, með fjórfalt minna hljóðspor en eldri vélar. Hún hefur samt sem áður langt flugdrægi, sem gefur henni færi á að þjóna helstu áætlunarleiðum til og frá Íslandi. „Þessi vél er aðeins minni en stærri Boeing- og Airbus-vélarnar. Það er gap á markaðnum milli minni vélanna og Boeing- og Airbus-vélanna og við erum að reyna að brúa það bil,“ segir flugstjórinn Mark Elliot.Flugstjórinn Mark Elliot í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Millilandaflugi var hætt að mestu frá Reykjavík fyrir nærri hálfri öld þar sem þotur þess tíma þóttu of háværar og kröfðust lengri flugbrauta. Þessi nýja kynslóð flugvéla breytir þeim forsendum. Ekki aðeins er Bombardier-þotan sögð afar hljóðlát heldur einnig sparneytin og svo segir flugstjórinn okkur að flugbrautirnar í Reykjavík séu nægilegar langar. „Já, þess vegna erum við að koma hingað í dag og eins og þú veist er nokkuð hvasst hér í dag. Við ráðum vel við brautina. Við verðum með fulla tanka af eldsneyti við flugtak héðan og munum fljúga beint til Wichita í Kansas,“ sagði Mark Elliot fyrir flugtak en flugtíminn þangað var áætlaður um sjö og hálf klukkustund. „Við getum flogið bæði frá Keflavík og Reykjavík beint til Evrópu eða Bandaríkjanna án vandkvæða með fulla vél af farþegum,“ sagði flugstjórinn. Bombardier CS-300 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fulltrúar Icelandair og Flugfélags Íslands voru meðal þeirra sem skoðuðu vélina.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bombardier-þotan er framleidd í tveimur lengdum, CS 100, með sæti fyrir allt að 130 farþega, en hún þarf 1.460 metra langa flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Lengri gerðin, CS 300, með sæti fyrir allt að 160 manns, þarf 1.890 metra flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Þegar við fylgdumst með flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli biðum við spenntir að sjá hvort flugstjóranum dygði hálf flugbrautin til að taka hana á loft. Jú, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 lék hann sér að því og spurning hvort þotur eins og þessar gefi Íslendingum aftur færi á því að ferðast út í heim beint frá Reykjavík.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00