Lægri vextir – stærsta kjarabótin Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. október 2016 16:44 Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun