Sala flugvélaeldsneytis á Íslandi tvöfaldaðist á sex árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2016 11:00 Íslendingar eru orðnir skynsamari varðandi eldsneytisnotkun en fyrir hrun segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttir af flugi Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir.
Fréttir af flugi Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun