Um plebbaskap og fleira Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun