Þrjár milljónir á fjáraukalögum í aðstoðarmann fyrir Ólaf Ragnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 23:14 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. vísir/ernir Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent