Í þriðja þætti af Sendiráðum Íslands heimsækjum við sendiráð okkar í Tókýó sem er lengst í burtu af þeim öllum.
Sindri Sindrason fékk að sjá glæsilegan eitt þúsund fermetra sendiherrabústaðinn þar sem sendiherra bæði vinnur og býr ásamt konu og börnum:
Hann fékk að kynnast umfangsmikilli starfsemi í húsinu en þar snýst allt um viðskipti og aftur viðskipti.
Næsti þáttur af Sendiráðum Íslands verður á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld.
