Stokkum upp bankakerfið Össur Skarphéðinsson skrifar 29. september 2016 07:00 Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun