Kolbeinn enn ósigraður | „Átti von á meiri mótstöðu þegar komið var í hringinn” 10. september 2016 19:21 Kolbeinn sáttur að bardaganum loknum í kvöld. Vísir/Aðsend mynd Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson vann sjöunda atvinnumannabardagann í röð er hann mætti Georgíumanninn David Gegesdidze í bardaga sem fór fram í Álandseyjum í dag. Var þetta sjöundi bardagi Kolbeins á atvinnumannaferlinum en hann hélt uppteknum hætti og sigraði bardagann, nú í fjórðu lotu. Segir hann á Twitter-síðu sinni að það hafi verið erfitt að berjast gegn aðila sem vildi ekki berjast en honum var dæmdur sigur af dómara (TKO). „Ég er himinlifandi. Ég æfði eins og skepna fyrir þennan bardaga og var algjörlega viss í minni sök með það að ég myndi vinna þegar ég steig inn í hringinn,” sagði Kolbeinn að bardaganum loknum. „Þetta var andstæðingur með mikla reynslu og af pappírunum að dæma þá hefði ég gert ráð fyrir mun meiri mótstöðu en þeirri sem ég mætti. Það var eins og hann vildi bara alls ekki vera þarna. Reyndar finnst mér það alveg skiljanlegt,” sagði Kolbeinn brosandi en þessi 28 ára gamli kappi er strax farinn að hlakka til næsta bardaga. „Ég er 28 ára gamall og atvinnuferillinn minn er rétt bara að hefjast. Ég finn skýrt hversu mikið ég bæti mig á milli bardaga og ég get alveg lofað því að ég verð ennþá öflugri næst þegar ég fer í hringinn.”Vann međ TKO i 4 lotu.. erfitt ađ boxa gaur sem vill ekki berjast. 7-0 #undefeated #IceBear— Kolbeinn Kristinsson (@GKolbeinn) September 10, 2016 Box Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson vann sjöunda atvinnumannabardagann í röð er hann mætti Georgíumanninn David Gegesdidze í bardaga sem fór fram í Álandseyjum í dag. Var þetta sjöundi bardagi Kolbeins á atvinnumannaferlinum en hann hélt uppteknum hætti og sigraði bardagann, nú í fjórðu lotu. Segir hann á Twitter-síðu sinni að það hafi verið erfitt að berjast gegn aðila sem vildi ekki berjast en honum var dæmdur sigur af dómara (TKO). „Ég er himinlifandi. Ég æfði eins og skepna fyrir þennan bardaga og var algjörlega viss í minni sök með það að ég myndi vinna þegar ég steig inn í hringinn,” sagði Kolbeinn að bardaganum loknum. „Þetta var andstæðingur með mikla reynslu og af pappírunum að dæma þá hefði ég gert ráð fyrir mun meiri mótstöðu en þeirri sem ég mætti. Það var eins og hann vildi bara alls ekki vera þarna. Reyndar finnst mér það alveg skiljanlegt,” sagði Kolbeinn brosandi en þessi 28 ára gamli kappi er strax farinn að hlakka til næsta bardaga. „Ég er 28 ára gamall og atvinnuferillinn minn er rétt bara að hefjast. Ég finn skýrt hversu mikið ég bæti mig á milli bardaga og ég get alveg lofað því að ég verð ennþá öflugri næst þegar ég fer í hringinn.”Vann međ TKO i 4 lotu.. erfitt ađ boxa gaur sem vill ekki berjast. 7-0 #undefeated #IceBear— Kolbeinn Kristinsson (@GKolbeinn) September 10, 2016
Box Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira