Aukin gæði í ferðaþjónustu Logi Einarsson skrifar 14. september 2016 09:00 Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgifiskur. Þetta á jafnt við um gistiaðstöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðarlausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónustunnar. Við getum vaknað upp á hóteli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keimlíkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðarlegt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströndinni. Útsýnispallar, stígar, salernisaðstaða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonaleturistveger.noAð sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasjónarmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgifiskur. Þetta á jafnt við um gistiaðstöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðarlausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónustunnar. Við getum vaknað upp á hóteli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keimlíkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðarlegt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströndinni. Útsýnispallar, stígar, salernisaðstaða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonaleturistveger.noAð sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasjónarmið.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun