Lánshæfiseinkunn – hvað er það? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. september 2016 07:00 Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008.Hvers vegna er þetta svona merkilegt? Það er afar sjaldgæft að matsfyrirtæki hækki lánshæfismat ríkja um tvö þrep á einu bretti. Moody’s bendir hins vegar á að hækkunin endurspegli einfaldlega hraðan efnahagsbata eftir fall bankakerfisins. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og og má segja að það hafi komið Íslandi í einstaka stöðu á meðal þeirra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Er útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs verði brátt ein sú besta í heiminum. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað á methraða sem þýðir að miklum fjármunum, sem áður fóru einfaldlega í það að borga vexti og viðhalda skuldum, er nú hægt að ráðstafa í uppbyggileg verkefni. Hækkun lánshæfismatsins tekur mið af þessu öllu, ásamt auknum kaupmætti, farsælu samkomulagi við slitabúin sem munu skila ríkissjóði hundruðum milljarða og miklum stöðugleika í ríkisfjármálum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Reikningurinn ekki sendur til næstu kynslóða Bætt staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum nú kleift að styrkja innviði samfélagsins enn frekar. Til marks um það má meðal annars benda á að ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað stóraukin framlög til heilbrigðismála í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára. Er gert ráð fyrir að framlögin aukist um 18% að raunvirði til ársins 2021 og verði þá orðin um þrjátíu milljörðum króna hærri en í ár. Hafa verður það í huga að án þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum í að lækka ríkisskuldir væru engar forsendur fyrir áformum um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Við búum nú hins vegar við þá öfundsverðu stöðu að geta styrkt kerfið enn betur án þess að þurfa að senda reikninginn til næstu kynslóða. Með traustri efnahagsstjórn, myndarlegum hagvexti og stórbættri afkomu ríkissjóðs hefur myndast raunverulegt svigrúm til þess að efla velferðarkerfið og lækka skatta.Kjör allra batna Lánshæfiseinkunnir eru ekki bara einhverjir bókstafir á blaði, heldur skipta þær sköpum. Hærri einkunn Íslands þýðir að búast má við því að ríkinu bjóðist í kjölfarið hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum og ætti það sama að gilda um almenning og fyrirtæki í landinu. Kjör allra munu batna. Það er sannarlega tilefni til þess að gleðjast yfir því. Og sá áþreifanlegi ábati sem mun fylgja hærri lánshæfiseinkunn er vonandi þörf áminning um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið á kjörtímabilinu, að greiða niður skuldir og sýna ráðdeild í rekstri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008.Hvers vegna er þetta svona merkilegt? Það er afar sjaldgæft að matsfyrirtæki hækki lánshæfismat ríkja um tvö þrep á einu bretti. Moody’s bendir hins vegar á að hækkunin endurspegli einfaldlega hraðan efnahagsbata eftir fall bankakerfisins. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og og má segja að það hafi komið Íslandi í einstaka stöðu á meðal þeirra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Er útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs verði brátt ein sú besta í heiminum. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað á methraða sem þýðir að miklum fjármunum, sem áður fóru einfaldlega í það að borga vexti og viðhalda skuldum, er nú hægt að ráðstafa í uppbyggileg verkefni. Hækkun lánshæfismatsins tekur mið af þessu öllu, ásamt auknum kaupmætti, farsælu samkomulagi við slitabúin sem munu skila ríkissjóði hundruðum milljarða og miklum stöðugleika í ríkisfjármálum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Reikningurinn ekki sendur til næstu kynslóða Bætt staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum nú kleift að styrkja innviði samfélagsins enn frekar. Til marks um það má meðal annars benda á að ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað stóraukin framlög til heilbrigðismála í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára. Er gert ráð fyrir að framlögin aukist um 18% að raunvirði til ársins 2021 og verði þá orðin um þrjátíu milljörðum króna hærri en í ár. Hafa verður það í huga að án þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum í að lækka ríkisskuldir væru engar forsendur fyrir áformum um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Við búum nú hins vegar við þá öfundsverðu stöðu að geta styrkt kerfið enn betur án þess að þurfa að senda reikninginn til næstu kynslóða. Með traustri efnahagsstjórn, myndarlegum hagvexti og stórbættri afkomu ríkissjóðs hefur myndast raunverulegt svigrúm til þess að efla velferðarkerfið og lækka skatta.Kjör allra batna Lánshæfiseinkunnir eru ekki bara einhverjir bókstafir á blaði, heldur skipta þær sköpum. Hærri einkunn Íslands þýðir að búast má við því að ríkinu bjóðist í kjölfarið hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum og ætti það sama að gilda um almenning og fyrirtæki í landinu. Kjör allra munu batna. Það er sannarlega tilefni til þess að gleðjast yfir því. Og sá áþreifanlegi ábati sem mun fylgja hærri lánshæfiseinkunn er vonandi þörf áminning um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið á kjörtímabilinu, að greiða niður skuldir og sýna ráðdeild í rekstri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun