Lánshæfiseinkunn – hvað er það? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. september 2016 07:00 Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008.Hvers vegna er þetta svona merkilegt? Það er afar sjaldgæft að matsfyrirtæki hækki lánshæfismat ríkja um tvö þrep á einu bretti. Moody’s bendir hins vegar á að hækkunin endurspegli einfaldlega hraðan efnahagsbata eftir fall bankakerfisins. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og og má segja að það hafi komið Íslandi í einstaka stöðu á meðal þeirra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Er útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs verði brátt ein sú besta í heiminum. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað á methraða sem þýðir að miklum fjármunum, sem áður fóru einfaldlega í það að borga vexti og viðhalda skuldum, er nú hægt að ráðstafa í uppbyggileg verkefni. Hækkun lánshæfismatsins tekur mið af þessu öllu, ásamt auknum kaupmætti, farsælu samkomulagi við slitabúin sem munu skila ríkissjóði hundruðum milljarða og miklum stöðugleika í ríkisfjármálum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Reikningurinn ekki sendur til næstu kynslóða Bætt staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum nú kleift að styrkja innviði samfélagsins enn frekar. Til marks um það má meðal annars benda á að ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað stóraukin framlög til heilbrigðismála í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára. Er gert ráð fyrir að framlögin aukist um 18% að raunvirði til ársins 2021 og verði þá orðin um þrjátíu milljörðum króna hærri en í ár. Hafa verður það í huga að án þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum í að lækka ríkisskuldir væru engar forsendur fyrir áformum um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Við búum nú hins vegar við þá öfundsverðu stöðu að geta styrkt kerfið enn betur án þess að þurfa að senda reikninginn til næstu kynslóða. Með traustri efnahagsstjórn, myndarlegum hagvexti og stórbættri afkomu ríkissjóðs hefur myndast raunverulegt svigrúm til þess að efla velferðarkerfið og lækka skatta.Kjör allra batna Lánshæfiseinkunnir eru ekki bara einhverjir bókstafir á blaði, heldur skipta þær sköpum. Hærri einkunn Íslands þýðir að búast má við því að ríkinu bjóðist í kjölfarið hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum og ætti það sama að gilda um almenning og fyrirtæki í landinu. Kjör allra munu batna. Það er sannarlega tilefni til þess að gleðjast yfir því. Og sá áþreifanlegi ábati sem mun fylgja hærri lánshæfiseinkunn er vonandi þörf áminning um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið á kjörtímabilinu, að greiða niður skuldir og sýna ráðdeild í rekstri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008.Hvers vegna er þetta svona merkilegt? Það er afar sjaldgæft að matsfyrirtæki hækki lánshæfismat ríkja um tvö þrep á einu bretti. Moody’s bendir hins vegar á að hækkunin endurspegli einfaldlega hraðan efnahagsbata eftir fall bankakerfisins. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og og má segja að það hafi komið Íslandi í einstaka stöðu á meðal þeirra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Er útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs verði brátt ein sú besta í heiminum. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað á methraða sem þýðir að miklum fjármunum, sem áður fóru einfaldlega í það að borga vexti og viðhalda skuldum, er nú hægt að ráðstafa í uppbyggileg verkefni. Hækkun lánshæfismatsins tekur mið af þessu öllu, ásamt auknum kaupmætti, farsælu samkomulagi við slitabúin sem munu skila ríkissjóði hundruðum milljarða og miklum stöðugleika í ríkisfjármálum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Reikningurinn ekki sendur til næstu kynslóða Bætt staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum nú kleift að styrkja innviði samfélagsins enn frekar. Til marks um það má meðal annars benda á að ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað stóraukin framlög til heilbrigðismála í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára. Er gert ráð fyrir að framlögin aukist um 18% að raunvirði til ársins 2021 og verði þá orðin um þrjátíu milljörðum króna hærri en í ár. Hafa verður það í huga að án þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum í að lækka ríkisskuldir væru engar forsendur fyrir áformum um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Við búum nú hins vegar við þá öfundsverðu stöðu að geta styrkt kerfið enn betur án þess að þurfa að senda reikninginn til næstu kynslóða. Með traustri efnahagsstjórn, myndarlegum hagvexti og stórbættri afkomu ríkissjóðs hefur myndast raunverulegt svigrúm til þess að efla velferðarkerfið og lækka skatta.Kjör allra batna Lánshæfiseinkunnir eru ekki bara einhverjir bókstafir á blaði, heldur skipta þær sköpum. Hærri einkunn Íslands þýðir að búast má við því að ríkinu bjóðist í kjölfarið hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum og ætti það sama að gilda um almenning og fyrirtæki í landinu. Kjör allra munu batna. Það er sannarlega tilefni til þess að gleðjast yfir því. Og sá áþreifanlegi ábati sem mun fylgja hærri lánshæfiseinkunn er vonandi þörf áminning um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið á kjörtímabilinu, að greiða niður skuldir og sýna ráðdeild í rekstri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar