Uppboðsleiðin er framfaraskref Kristinn H. Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2016 13:31 Enn á ný blossar upp umræða um stjórn fiskveiða í aðdraganda alþingiskosninga.Þetta mál hefur allt frá kosningunum 1991 verið eldfimt þjóðfélagsmál. Óréttlætið og ósanngirnin vegna ótímabundinnar úthlutun réttinda til þess nytja fiskistofna við landið til fyrirframvalinna útgerðarfyrirtækja birtist hverjum sem hefur opin augun eftir að framsalið var leyft. Í réttindunum eru mikil verðmæti, raunar miklu meiri en nokkur útgerðarmaður hefur unnið til. Úthlutunin sem staðið hefur í grundvallaratriðum óbreytt frá 1990 færir litlum hluta landsmanna endurgjaldlaust lengi vel en svo endurgjaldslítið auðlindaarðinn, sem er 35 – 40 milljarða króna árlega. Með ótímabundinni úthlutun getur útgerðarmaður innleyst með sölu aflaheimilda uppsafnaðan hagnað 20 – 30 ár fram í tímann. Í því ljósi verða verðmætin sem eru undir vegna framsalsins 20-30 sinnum árlegur auðlindaarðurinn. Sem dæmi þá myndi 1% af kvótanum skila 350 – 400 milljónum króna árlega í beinan hagnað og með varanlegri sölu kvótans gæti söluverðið verið 7 – 9,5 milljarðar króna sé miðað við lægri töluna, en 8 – 12 milljarðar króna sé tekið mið af hærri tölunni. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að öll þess miklu verðmæti séu færð einum aðila málsins, útgerðinni, en öllum hinum er gefið langt nef og þeir fá ekkert. Þeir sem beinlínis verða fyrir beinu fjárhagslegu tjóni vegna viðskiptanna verða að bera það bótalaust. Af þessu sökum logar stöðugt eldur undir kvótakerfinu og hann mun alltaf blossa upp þegar kosið er um þjóðfélagsmálin. Upphafsúthlutunin 1990 er vandinn Vandinn liggur í úthlutuninni. Úthlutunarkerfið sjálft er ranglátt í grunninn. Það gat gengið að miða úthlutun hvers árs við fortíðina, veiði fyrri ára, þegar einungis var úthlutað veiðirétti til skamms tíma. En þegar framsalið var leyft og samtímis úthlutað ótímabundið varð grundvallabreyting. Eftir það var verð veiðiheimilda miðað við framtíðartekjumöguleika en ekki við veiðar í fortíðinni. Með framsalinu hvarf söguleg viðmiðun úthlutunarinnar. Þá átti að loka gömlu úthlutuninni og byrja upp á nýtt. Það er óumflýjanleg staðreynd. Það verður á endanum að gera. Fræðimenn eru mjög á þessari skoðun og þjóðin er sama sinnis. Innköllun og endurúthlutun veiðiheimilda nýtur yfirburðastuðnings hjá almenningi samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem hafa brugðist í þessu máli, hver á fætur öðrum bæði til hægri og vinstri. En almenningur hefur skýra sýn og veit hvað gera þarf. Það vantar stjórnmálamenn sem þora þegar á reynir að fylgja leiðsögninni.Uppboðsskilmálarnir eru lausninEðlilega er spurn: hvaða leið á að fara við endurúthlutun. Svarið er skýrt og afdráttarlaust og stutt fræðilegum rökum: uppboðsleið. Það á að bjóða kvótann upp eftir skýrum almennum reglum þar sem jafnræðis er gætt milli bjóðenda. Það tryggir sanngirni og réttlæti. Uppboðsleiðin er þekkt og gagnreynd. Hún hefur verið notið við ráðstöfun á verðmætum réttindum eins og fjarskiptarásum og flugrekstrarleyfum. Eins hefur hún gefist vel við val á verktökum við framkvæmdir eða þjónustu. Kosturinn er jafnræðið og hagstætt verð fyrir ríkið. Hvað varðar kvótann þá munu bjóðendurnir, þ.e. útgerðarmennirnir ákvarða verðið með eigin tilboðum. Það er mikill kostur. Eðlilega er spurt hvort hinir stóru í útgerðinni muni ekki hirða allan kvótann? Svarið við því er að það ræðst einfaldlega af útboðsskilmálum. Það er hægt að láta hrakspárnar um ofsasamþjöppun rætast. En það er hægt að láta útboð takast vel ef vilji stendur til þess. Bent hefur verið á að mikilvægt sé að koma í veg fyrir ólöglegt samráð bjóðenda og að tryggja nægilega þátttöku. Ef þessi atriði eru ekki í lagi er hætt við að útboð takist illa. Eðlilegir útboðsskilmálar á Íslandi væru að dreifa veiðiheimildum eftir fiskimiðum og fiskitegundum. Það yrði líklega skynsamlegt að skipta veiðiheimildunum eftir skipaflokkum. Það væri hægt að ná fram félagslegum og byggðalegum markmiðum í gegnum útboðsskilmálana. Leyfi til veiða á tilteknum miðum gæti verið bundin ákveðnu landsvæði. Með því að takmarka leigutímann og hafa hann frá einu ári upp í nokkur ár myndi verðið á veiðiheimildunum lækka frá því sem nú er og þannig yrði bundin fjárfesting vegna kvótans lægri og fjármagnskostnaður einnig. Fleiri myndu geta boðið í. Andvirði uppboðsins, gjaldið sem greitt yrði fyrir veiðiréttindin gæti verið greitt að einhverju leyti eða að miklu leyti eftir á við sölu á fiskinum. Og auðvitað á að skipta tekjunum af uppboðunum milli ríkis og landsvæða. Uppboðsleiðin leysir þau vandamál sem núverandi kvótakerfi er stöðugt að búa til þjóðinni til skelfingar og armæðu. Uppboðsleiðin tryggir eignarhald ríkisins, samkeppni, jafnræði milli bjóðenda og milli aðila í sjávarútvegi. Hún tryggir einnig markaðsverð fyrir veiðiheimildirnar og sanngjarna dreifingu auðlindaarðsins og ekki hvað síst þá tryggja skynsamlegir uppboðsskilmálar að íslenskt þjóðfélag muni þróast sem samfélag þar sem verður jafn réttur til tækifæra og hver maður getur um frjálst höfuð strokið og þarf ekki að lúta kúgun og ofurvaldi fámenns hóps sem að óbreyttu mun sölsa undir sig auð og völd í þjóðfélaginu út yfir öll eðlileg mörk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Enn á ný blossar upp umræða um stjórn fiskveiða í aðdraganda alþingiskosninga.Þetta mál hefur allt frá kosningunum 1991 verið eldfimt þjóðfélagsmál. Óréttlætið og ósanngirnin vegna ótímabundinnar úthlutun réttinda til þess nytja fiskistofna við landið til fyrirframvalinna útgerðarfyrirtækja birtist hverjum sem hefur opin augun eftir að framsalið var leyft. Í réttindunum eru mikil verðmæti, raunar miklu meiri en nokkur útgerðarmaður hefur unnið til. Úthlutunin sem staðið hefur í grundvallaratriðum óbreytt frá 1990 færir litlum hluta landsmanna endurgjaldlaust lengi vel en svo endurgjaldslítið auðlindaarðinn, sem er 35 – 40 milljarða króna árlega. Með ótímabundinni úthlutun getur útgerðarmaður innleyst með sölu aflaheimilda uppsafnaðan hagnað 20 – 30 ár fram í tímann. Í því ljósi verða verðmætin sem eru undir vegna framsalsins 20-30 sinnum árlegur auðlindaarðurinn. Sem dæmi þá myndi 1% af kvótanum skila 350 – 400 milljónum króna árlega í beinan hagnað og með varanlegri sölu kvótans gæti söluverðið verið 7 – 9,5 milljarðar króna sé miðað við lægri töluna, en 8 – 12 milljarðar króna sé tekið mið af hærri tölunni. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að öll þess miklu verðmæti séu færð einum aðila málsins, útgerðinni, en öllum hinum er gefið langt nef og þeir fá ekkert. Þeir sem beinlínis verða fyrir beinu fjárhagslegu tjóni vegna viðskiptanna verða að bera það bótalaust. Af þessu sökum logar stöðugt eldur undir kvótakerfinu og hann mun alltaf blossa upp þegar kosið er um þjóðfélagsmálin. Upphafsúthlutunin 1990 er vandinn Vandinn liggur í úthlutuninni. Úthlutunarkerfið sjálft er ranglátt í grunninn. Það gat gengið að miða úthlutun hvers árs við fortíðina, veiði fyrri ára, þegar einungis var úthlutað veiðirétti til skamms tíma. En þegar framsalið var leyft og samtímis úthlutað ótímabundið varð grundvallabreyting. Eftir það var verð veiðiheimilda miðað við framtíðartekjumöguleika en ekki við veiðar í fortíðinni. Með framsalinu hvarf söguleg viðmiðun úthlutunarinnar. Þá átti að loka gömlu úthlutuninni og byrja upp á nýtt. Það er óumflýjanleg staðreynd. Það verður á endanum að gera. Fræðimenn eru mjög á þessari skoðun og þjóðin er sama sinnis. Innköllun og endurúthlutun veiðiheimilda nýtur yfirburðastuðnings hjá almenningi samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem hafa brugðist í þessu máli, hver á fætur öðrum bæði til hægri og vinstri. En almenningur hefur skýra sýn og veit hvað gera þarf. Það vantar stjórnmálamenn sem þora þegar á reynir að fylgja leiðsögninni.Uppboðsskilmálarnir eru lausninEðlilega er spurn: hvaða leið á að fara við endurúthlutun. Svarið er skýrt og afdráttarlaust og stutt fræðilegum rökum: uppboðsleið. Það á að bjóða kvótann upp eftir skýrum almennum reglum þar sem jafnræðis er gætt milli bjóðenda. Það tryggir sanngirni og réttlæti. Uppboðsleiðin er þekkt og gagnreynd. Hún hefur verið notið við ráðstöfun á verðmætum réttindum eins og fjarskiptarásum og flugrekstrarleyfum. Eins hefur hún gefist vel við val á verktökum við framkvæmdir eða þjónustu. Kosturinn er jafnræðið og hagstætt verð fyrir ríkið. Hvað varðar kvótann þá munu bjóðendurnir, þ.e. útgerðarmennirnir ákvarða verðið með eigin tilboðum. Það er mikill kostur. Eðlilega er spurt hvort hinir stóru í útgerðinni muni ekki hirða allan kvótann? Svarið við því er að það ræðst einfaldlega af útboðsskilmálum. Það er hægt að láta hrakspárnar um ofsasamþjöppun rætast. En það er hægt að láta útboð takast vel ef vilji stendur til þess. Bent hefur verið á að mikilvægt sé að koma í veg fyrir ólöglegt samráð bjóðenda og að tryggja nægilega þátttöku. Ef þessi atriði eru ekki í lagi er hætt við að útboð takist illa. Eðlilegir útboðsskilmálar á Íslandi væru að dreifa veiðiheimildum eftir fiskimiðum og fiskitegundum. Það yrði líklega skynsamlegt að skipta veiðiheimildunum eftir skipaflokkum. Það væri hægt að ná fram félagslegum og byggðalegum markmiðum í gegnum útboðsskilmálana. Leyfi til veiða á tilteknum miðum gæti verið bundin ákveðnu landsvæði. Með því að takmarka leigutímann og hafa hann frá einu ári upp í nokkur ár myndi verðið á veiðiheimildunum lækka frá því sem nú er og þannig yrði bundin fjárfesting vegna kvótans lægri og fjármagnskostnaður einnig. Fleiri myndu geta boðið í. Andvirði uppboðsins, gjaldið sem greitt yrði fyrir veiðiréttindin gæti verið greitt að einhverju leyti eða að miklu leyti eftir á við sölu á fiskinum. Og auðvitað á að skipta tekjunum af uppboðunum milli ríkis og landsvæða. Uppboðsleiðin leysir þau vandamál sem núverandi kvótakerfi er stöðugt að búa til þjóðinni til skelfingar og armæðu. Uppboðsleiðin tryggir eignarhald ríkisins, samkeppni, jafnræði milli bjóðenda og milli aðila í sjávarútvegi. Hún tryggir einnig markaðsverð fyrir veiðiheimildirnar og sanngjarna dreifingu auðlindaarðsins og ekki hvað síst þá tryggja skynsamlegir uppboðsskilmálar að íslenskt þjóðfélag muni þróast sem samfélag þar sem verður jafn réttur til tækifæra og hver maður getur um frjálst höfuð strokið og þarf ekki að lúta kúgun og ofurvaldi fámenns hóps sem að óbreyttu mun sölsa undir sig auð og völd í þjóðfélaginu út yfir öll eðlileg mörk.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun