Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 20:19 Guðmundur Guðmundsson fagnar í leikslok. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. Guðmundur ákvað að breyta út frá venju sinni og undirbúa lið sitt öðruvísi fyrir gullleikinn og það gekk upp. Guðmundur fór yfir þennan sérstaka undirbúning sinn í viðtali við Vísi eftir verðlaunaafhendinguna í kvöld. „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég er búinn að tala mjög mikið á þeim nótum að við erum að fara í leikinn til þess að vinna hann. Við erum ekki að fara þarna til að gera neitt annað og við getum það," sagði Guðmundur. „Ég er búinn að tala mjög mikið um þetta og að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hélt áfram: „Ég sagði við þá stuttu áður en við fórum inn á völlinn: Þetta verður stórkostlegur dagur fyrir okkur. Svo sagði ég líka við þá að vinna Ólympíugull það getur breytt lífi manna á jákvæðan hátt. Ég er búinn að tala á þessum nótum og að við viljum skapa nýja sögu hérna fyrir Danmörk," sagði Guðmundur en hann segist hafa nýtt vel reynslu sína frá 2008 þegar hann tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna með íslenska landsliðinu. „Á síðasta fundi þá töluðum við bara saman um þetta. Við vorum ekki að horfa á vídeó sem er óvenjulegt. Ég breytti áherslunum hvað þetta varðar og fékk þá til þess að trúa á það að þetta væri mögulegt," sagði Guðmundur. Hann skipti markverði sínum út og notaði aukmanninn í sókninni í byrjun leiks. Sóknarleikurinn fór því vel af stað en Frakkar skoruðu reyndar þrisvar í tómt markið. „Hluti af þessum sem var mjög mikilvægt var að byrja leikinn. Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það er erfitt að byrja svona leik og við skorum mörk í byrjun. Þetta hefur kosti og galla en það sló okkur ekkert útaf laginu því við komum inn í þetta öðruvísi," sagði Guðmundur. „Mér fannst þetta gefa tóninn og þetta snérist svolítið um það.Við vorum líka alveg tilbúnir að bakka út úr þessu og spila okkar leik. Við gerðum það líka," sagði Guðmundur. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. Guðmundur ákvað að breyta út frá venju sinni og undirbúa lið sitt öðruvísi fyrir gullleikinn og það gekk upp. Guðmundur fór yfir þennan sérstaka undirbúning sinn í viðtali við Vísi eftir verðlaunaafhendinguna í kvöld. „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég er búinn að tala mjög mikið á þeim nótum að við erum að fara í leikinn til þess að vinna hann. Við erum ekki að fara þarna til að gera neitt annað og við getum það," sagði Guðmundur. „Ég er búinn að tala mjög mikið um þetta og að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hélt áfram: „Ég sagði við þá stuttu áður en við fórum inn á völlinn: Þetta verður stórkostlegur dagur fyrir okkur. Svo sagði ég líka við þá að vinna Ólympíugull það getur breytt lífi manna á jákvæðan hátt. Ég er búinn að tala á þessum nótum og að við viljum skapa nýja sögu hérna fyrir Danmörk," sagði Guðmundur en hann segist hafa nýtt vel reynslu sína frá 2008 þegar hann tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna með íslenska landsliðinu. „Á síðasta fundi þá töluðum við bara saman um þetta. Við vorum ekki að horfa á vídeó sem er óvenjulegt. Ég breytti áherslunum hvað þetta varðar og fékk þá til þess að trúa á það að þetta væri mögulegt," sagði Guðmundur. Hann skipti markverði sínum út og notaði aukmanninn í sókninni í byrjun leiks. Sóknarleikurinn fór því vel af stað en Frakkar skoruðu reyndar þrisvar í tómt markið. „Hluti af þessum sem var mjög mikilvægt var að byrja leikinn. Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það er erfitt að byrja svona leik og við skorum mörk í byrjun. Þetta hefur kosti og galla en það sló okkur ekkert útaf laginu því við komum inn í þetta öðruvísi," sagði Guðmundur. „Mér fannst þetta gefa tóninn og þetta snérist svolítið um það.Við vorum líka alveg tilbúnir að bakka út úr þessu og spila okkar leik. Við gerðum það líka," sagði Guðmundur.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Sjá meira
Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16
Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24
Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00
Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23