Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 11:15 Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð. Fréttir af flugi Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð.
Fréttir af flugi Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira