Stjórnarandstæðingar undrast dagskrá þingsins: „Þetta er nú algjörlega absúrd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2016 16:00 Þingmenn stjórnarandstöðunnar undruðust dagskrá Alþingis í dag. Vísir „Þetta er nú algjörlega absúrd að vera hér á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á þingi í dag er hún undraðist það að það eina sem væri á dagskrá Alþingis í dag væri dagskrárliðurinn störf þingsins. Greiða átti atkvæði um þrjú mál en var atkvæðagreiðslu frestað vegna fjarvista þingmanna. Því var dagskrárliðurinn störf þingsins það eina sem eftir var á dagskrá. „Okkur var sagt að við yrðum að vera hér. Það væri svo áríðandi vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim,“ bætti Sigríður Ingibjörg við og vísaði þar til orða stjórnarliða um að koma þyrfti mikilvægum málum í gegnum þingið áður en kosið yrði í haust. Undir þetta tók Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og sagði hann erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að stunda málþóf ef ekkert væri til þess að ræða á þingi. „Þetta undrar mann eftir yfirlýsingarnar um það að hér myndu stjórnarflokkarnir eiga í erfiðleikum að koma fram málum vegna málþófs stjórnarandstöðunnar,“ sagði Helgi. „Þó að ég feginn vildi stunda málþóf þá reynist það erfitt ef ekkert þingmál er á dagskrá fundarins.“ Sagðist Helgi þó ekki ætla að kvarta yfir því sem hann sagði vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Ég ætla ekki að kvarta undan því að ríkisstjórn sem ég er fullkomnlega ósammála í mörgum og veigamiklum málum sé ekki að flytja inn hér mál.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, gerði dagskrá þingsins einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og sagði hún núverandi þinghald verða orðið að dellu og boða ætti til kosninga strax. „Nú liggur fyrir að fresta þarf atkvæðagreiðslum fram yfir helgi vegna fjarvista þingmanna. Þannig verður þingfundurinn hálftíma langur sem er örugglega nánast einsdæmi og verður sífellt ljósara hversu mikil della þetta þinghald er orðið. Ekkert vit í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga.“ Alþingi Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
„Þetta er nú algjörlega absúrd að vera hér á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á þingi í dag er hún undraðist það að það eina sem væri á dagskrá Alþingis í dag væri dagskrárliðurinn störf þingsins. Greiða átti atkvæði um þrjú mál en var atkvæðagreiðslu frestað vegna fjarvista þingmanna. Því var dagskrárliðurinn störf þingsins það eina sem eftir var á dagskrá. „Okkur var sagt að við yrðum að vera hér. Það væri svo áríðandi vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim,“ bætti Sigríður Ingibjörg við og vísaði þar til orða stjórnarliða um að koma þyrfti mikilvægum málum í gegnum þingið áður en kosið yrði í haust. Undir þetta tók Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og sagði hann erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að stunda málþóf ef ekkert væri til þess að ræða á þingi. „Þetta undrar mann eftir yfirlýsingarnar um það að hér myndu stjórnarflokkarnir eiga í erfiðleikum að koma fram málum vegna málþófs stjórnarandstöðunnar,“ sagði Helgi. „Þó að ég feginn vildi stunda málþóf þá reynist það erfitt ef ekkert þingmál er á dagskrá fundarins.“ Sagðist Helgi þó ekki ætla að kvarta yfir því sem hann sagði vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Ég ætla ekki að kvarta undan því að ríkisstjórn sem ég er fullkomnlega ósammála í mörgum og veigamiklum málum sé ekki að flytja inn hér mál.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, gerði dagskrá þingsins einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og sagði hún núverandi þinghald verða orðið að dellu og boða ætti til kosninga strax. „Nú liggur fyrir að fresta þarf atkvæðagreiðslum fram yfir helgi vegna fjarvista þingmanna. Þannig verður þingfundurinn hálftíma langur sem er örugglega nánast einsdæmi og verður sífellt ljósara hversu mikil della þetta þinghald er orðið. Ekkert vit í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga.“
Alþingi Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03