Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. ágúst 2016 14:13 Gunnar Bragi Sveinsson vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi. Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi.
Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20