Anton Sveinn: Munum bera þetta saman og kíkja á allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 08:00 Anton Sveinn eftir sundið í keppnislauginni í Ríó í gær. vísir/anton Anton Sveinn McKee náði ekki að fylgja eftir frábærum árangri íslensku sundstelpnanna og hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í gær. Anton Sveinn komst í úrslit í bæði 100 og 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í London í maí en hann komst ekki í gegnum undanrásirnar í þessum greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er sterkasti íþróttaviðburður í heimi og það var draumurinn að komast áfram. Það gerist kannski næst,“ sagði Anton Sveinn sem hefur greinilega þegar sett stefnuna á ÓL í Tókýó 2020. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi,“ sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum,“ sagði Anton. Fyrir ári var hann í úrslitasundinu í 200 metra bringusundinu á HM í Kazan og synti meira en sekúndu hraðar í sinni bestu grein. Hvað breyttist? „Ég á að vera í betra formi núna en á HM en við æfðum þetta allt öðruvísi fyrir HM. Þá voru töluvert erfiðari æfingar og ekki tekin eins mikil hvíld. Það er spurning hvort sé betra og það er eitthvað sem við verðum að fara yfir. Við munum bera þetta saman og kíkja á allt,“ sagði Anton Sveinn í gær. Hann varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi og í 35. sæti í 100 metra bringusundi. Hann er ekki á því að áreitið af því að vera á Ólympíuleikunum og við þessar sérstöku aðstæður hafi verið orkuþjófur fyrir hann. „Ég fór á leikana 2012 og vissi hvað ég var að fara út í. Mér líður vel í þessu Ólympíuumhverfi og ég held að það hafi ekki haft slæm áhrif. Þetta small bara ekki í dag,“ sagði Anton eftir sundið í gær. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Anton Sveinn McKee náði ekki að fylgja eftir frábærum árangri íslensku sundstelpnanna og hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í gær. Anton Sveinn komst í úrslit í bæði 100 og 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í London í maí en hann komst ekki í gegnum undanrásirnar í þessum greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er sterkasti íþróttaviðburður í heimi og það var draumurinn að komast áfram. Það gerist kannski næst,“ sagði Anton Sveinn sem hefur greinilega þegar sett stefnuna á ÓL í Tókýó 2020. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi,“ sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum,“ sagði Anton. Fyrir ári var hann í úrslitasundinu í 200 metra bringusundinu á HM í Kazan og synti meira en sekúndu hraðar í sinni bestu grein. Hvað breyttist? „Ég á að vera í betra formi núna en á HM en við æfðum þetta allt öðruvísi fyrir HM. Þá voru töluvert erfiðari æfingar og ekki tekin eins mikil hvíld. Það er spurning hvort sé betra og það er eitthvað sem við verðum að fara yfir. Við munum bera þetta saman og kíkja á allt,“ sagði Anton Sveinn í gær. Hann varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi og í 35. sæti í 100 metra bringusundi. Hann er ekki á því að áreitið af því að vera á Ólympíuleikunum og við þessar sérstöku aðstæður hafi verið orkuþjófur fyrir hann. „Ég fór á leikana 2012 og vissi hvað ég var að fara út í. Mér líður vel í þessu Ólympíuumhverfi og ég held að það hafi ekki haft slæm áhrif. Þetta small bara ekki í dag,“ sagði Anton eftir sundið í gær.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti