Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 23:11 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir. Vísir/Getty Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14
Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35