Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður Árni Jónsson svekktur eftir úrsltiin. Vísir/Anton Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira