Eygló Ósk: Mjög erfitt en líka ótrúlega gaman Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 13. ágúst 2016 01:43 Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00
Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10
Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30