Hrafnhildur í úrslit á ÓL: Ég er mjög ánægð en finnst ég eiga meira inni Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 8. ágúst 2016 02:15 Hrafnhildur Lúthersdóttir fagnar sætinu í úrslitasundinu á morgun. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir var líka kát eftir sundið en hún hækkaði sig um tvö sæti frá því í sundinu í undanrásunum fyrr í dag. „Það hefur enginn kona náð þessu en það var náttúrulega Öddi sem náði þessu á sínum tíma. Þetta er mjög frábært. Það var líka gott að vera í sjöunda sætinu þannig að ég var ekki að rétt sleppa inn heldur var aðeins ofar," sagði Hrafnhildur. Örn Arnarson var fyrir kvöldið í kvöld eini Íslendingurinn sem hafði tryggt sig inn í úrslitasund á Ólympíuleikum en það gerði hann á ÓL í Sydney 2000. Þau eru bæði úr SH í Hafnarfirði. Hrafnhildur talaði um að hafa verið mjög stressuð í undanrásunum en hún var í miklu betra jafnvægi í undanúrslitasundinu og það sást. „Ég er samt ennþá þarna niðri og það er því enginn önnur leið fyrir mig en að komast ofar. Ég útfærði þetta sund aðeins betur en ég gerði í dag. Mér leið líka miklu betur og var ekki eins stressuð," sagði Hrafnhildur. „Ég er mjög ánægð með þetta en mér finnst ég líka eiga meira inni. Ég á hraðara sund því Íslandsmetið er hraðar. Ég vona að ég geti farið nær því í úrslitunum á morgun og tekið þá af þessu hálfa sekúndu í viðbót. Takist það þá ætti ég að geta verið með þeim þarna held ég," sagði Hrafnhildur. Hún segist hafa fengið góð ráð frá þjálfurum og að hún hafi nýtt sér það í undanúrslitasundinu. „Þeir sögðu að tökin mín hafi verið alltaf hröð á fyrstu 50 metrunum og ég var að reyna að draga úr þeim á fyrstu 50 en svo átti ég að halda í við þær í snúningnum af því að ég er alltaf svo léleg í snúningnum," sagði Hrafnhildur. „Það er alltaf gott að fá svona athugasemdir frá þjálfurum og vera líka með svona marga þjálfara hér sem geta séð þetta frá öðrum sjónarhornum," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Leik lokið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir var líka kát eftir sundið en hún hækkaði sig um tvö sæti frá því í sundinu í undanrásunum fyrr í dag. „Það hefur enginn kona náð þessu en það var náttúrulega Öddi sem náði þessu á sínum tíma. Þetta er mjög frábært. Það var líka gott að vera í sjöunda sætinu þannig að ég var ekki að rétt sleppa inn heldur var aðeins ofar," sagði Hrafnhildur. Örn Arnarson var fyrir kvöldið í kvöld eini Íslendingurinn sem hafði tryggt sig inn í úrslitasund á Ólympíuleikum en það gerði hann á ÓL í Sydney 2000. Þau eru bæði úr SH í Hafnarfirði. Hrafnhildur talaði um að hafa verið mjög stressuð í undanrásunum en hún var í miklu betra jafnvægi í undanúrslitasundinu og það sást. „Ég er samt ennþá þarna niðri og það er því enginn önnur leið fyrir mig en að komast ofar. Ég útfærði þetta sund aðeins betur en ég gerði í dag. Mér leið líka miklu betur og var ekki eins stressuð," sagði Hrafnhildur. „Ég er mjög ánægð með þetta en mér finnst ég líka eiga meira inni. Ég á hraðara sund því Íslandsmetið er hraðar. Ég vona að ég geti farið nær því í úrslitunum á morgun og tekið þá af þessu hálfa sekúndu í viðbót. Takist það þá ætti ég að geta verið með þeim þarna held ég," sagði Hrafnhildur. Hún segist hafa fengið góð ráð frá þjálfurum og að hún hafi nýtt sér það í undanúrslitasundinu. „Þeir sögðu að tökin mín hafi verið alltaf hröð á fyrstu 50 metrunum og ég var að reyna að draga úr þeim á fyrstu 50 en svo átti ég að halda í við þær í snúningnum af því að ég er alltaf svo léleg í snúningnum," sagði Hrafnhildur. „Það er alltaf gott að fá svona athugasemdir frá þjálfurum og vera líka með svona marga þjálfara hér sem geta séð þetta frá öðrum sjónarhornum," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Leik lokið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sjá meira
Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53
Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38
Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44
Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00
Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30