Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2016 11:30 Þórarinn Ingi Valdimarsson í baráttunni í fyrri leik FH og Dundalk. vísir/ryan FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Íslandsmeistararnir eru í fínni stöðu í einvíginu eftir 1-1 jafntefli ytra þar sem Steven Lennon, Skotinn í framlínu FH, skoraði jöfnunarmark gegn sínum gömlu félögum. Komist FH í gegnum Írana í kvöld bíður þeirra tveggja leikja viðureign gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem þrisvar sinnum hefur komið áður hér til lands og unnið FH tvívegis og Val einu sinni. Eins og alltaf í Meistaradeildinni eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu fyrir íslensku liðin og leikurinn í kvöld er engin undantekning fyrir FH-inga. Með því að afgreiða Írana í kvöld er liðið búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann. FH fær 300 þúsund evrur eða 40 milljónir króna fyrir einvígið gegn Dundalk og það verður heildarupphæðin tapi liðið í kvöld. Aftur á móti, ef það kemst áfram, borgar UEFA liðunum í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 400 þúsund evrur eða 54 milljónir króna. Þó svo FH takist ekki að leggja BATE að velli fer það samt sem áður í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en fyrir það fær Hafnafjarðarliðið 230 þúsund evrur eða 31 milljón króna. Heildarverðlaunafé FH fyrir að komast áfram í kvöld verður því að minnsta kosti 125 milljónir króna þegar 85 milljónirnar fyrir næstu tvö einvígi bætast við þær 40 sem liðið er nú þegar öruggt með fyrir leikina gegn Dundalk.Leikur FH og Dundalk verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Íslandsmeistararnir eru í fínni stöðu í einvíginu eftir 1-1 jafntefli ytra þar sem Steven Lennon, Skotinn í framlínu FH, skoraði jöfnunarmark gegn sínum gömlu félögum. Komist FH í gegnum Írana í kvöld bíður þeirra tveggja leikja viðureign gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem þrisvar sinnum hefur komið áður hér til lands og unnið FH tvívegis og Val einu sinni. Eins og alltaf í Meistaradeildinni eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu fyrir íslensku liðin og leikurinn í kvöld er engin undantekning fyrir FH-inga. Með því að afgreiða Írana í kvöld er liðið búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann. FH fær 300 þúsund evrur eða 40 milljónir króna fyrir einvígið gegn Dundalk og það verður heildarupphæðin tapi liðið í kvöld. Aftur á móti, ef það kemst áfram, borgar UEFA liðunum í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 400 þúsund evrur eða 54 milljónir króna. Þó svo FH takist ekki að leggja BATE að velli fer það samt sem áður í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en fyrir það fær Hafnafjarðarliðið 230 þúsund evrur eða 31 milljón króna. Heildarverðlaunafé FH fyrir að komast áfram í kvöld verður því að minnsta kosti 125 milljónir króna þegar 85 milljónirnar fyrir næstu tvö einvígi bætast við þær 40 sem liðið er nú þegar öruggt með fyrir leikina gegn Dundalk.Leikur FH og Dundalk verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48