Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr leik FH og Víkings í Krikanum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik 10. umferðar Pepsi-deildar karla í gær.

Leikurinn var hin mesta skemmtun og áhorfendur í Kaplakrika fengu nóg fyrir peninginn.

Víkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Gary Martin kom þeim yfir á 10. mínútu. Gestirnir urðu svo fyrir miklu áfalli sjö mínútum fyrir hálfleik þegar Vladimir Tufegdzic fékk að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Böðvari Böðvarssyni olnbogaskot.

Sjá einnig: Milos: Vilt ekki vita hvað ég myndi gera við hann ef við værum í Serbíu

FH-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn með mörkum Kristjáns Flóka Finnbogasonar og Atla Viðars Björnssonar.

En Víkingar lögðu ekki árar í bát og Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin í 2-2 á 93. mínútu og tryggði sínum mönnum stig.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×