Guðmunda: „Þetta var bara skita hjá okkur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2016 21:39 „Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum.Þekktar fyrir að vera leiðinlegar „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“ Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
„Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum.Þekktar fyrir að vera leiðinlegar „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“
Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00