Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Sjáðu pirraða Fjölnismanninn | "Hann gleymdi að taka gleðipilluna"

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danski miðvörðurinn Tobias Salquist átti afar erfitt uppdráttar þegar Fjölni steinlá, 0-3, fyrir Breiðabliki í 11. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudagskvöldið.

Athygli vakti hversu pirraður Salquist var í leiknum en hann virðist hafa farið öfugu megin fram úr að morgni leikdags.

Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum tóku Salquist fyrir í þætti gærkvöldsins.

„Hann gleymdi að taka gleðipilluna,“ sagði Logi Ólafsson um Danann  sem hellti sér yfir allt og alla í Grafarvoginum á sunnudaginn.

Salquist var líka heppinn að hanga inni á vellinum en hann braut illa á Árna Vilhjálmssyni á 73. mínútu. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét hins vegar gult spjald nægja.

„Áður en hann sparkar í Árna stappar hann niður fætinum. Það er ekki honum að þakka að hann lendir ekki á honum,“ sagði Logi sem var steinhissa á því að Þorvaldur hafi ekki lyft rauða spjaldinu og sent Salquist í sturtu.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×