Allen Crabbe er nýjasti NBA-körfuboltamaðurinn sem getur farið brosandi í bankann en þeir eru margir sem hafa fengið risasamninga á síðustu dögum.
Það er löngu liðin sú tíð að allra bestu leikmenn NBA-deildarinnar fái myndarlega samninga því núna eru ótrúlegustu menn búnir að tryggja sér milljarðasamning.
Einn af þeim er Allen Crabbe sem lék í vetur með Portland Trail Blazers. Hann komst reyndar ekki í byrjunarliðið og skoraði „bara" 10,3 stig í leik. Menn þurfa því að fylgjast vel með NBA-deildinni til þess að vita hver Allen Crabbe er.
Það breytir ekki því að Brooklyn Nets er tilbúið að bjóða honum 75 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning eða 9,2 milljarða íslenskra króna. ESPN og fleiri bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.
Þessi upphæð gæti síðan hækkað upp í 83 milljónir með bónusum en þá væri kappinn kominn yfir tíu milljarðanna.
Portland Trail Blazers getur haldið Allen Crabbe en aðeins með því að bjóða honum jafngóðan samning.
Allen Crabbe er vissulega ungur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér og hann hækkaði meðalskor sitt um 7 stig í leik. Hann var með 10,3 stig, 2,7 fráköst og 1,2 stoðsendingar að meðali á 26,0 mínútum og hitti úr 45,9 prósent skota sinna.
Það breytir því ekki að hann skoraði bara 3,3 stig í leik tímabilið 2014-15 þar sem hann fékk aðeins að spreyta sig í 13,4 mínútur að meðaltali. Það er magnað að leikmaður sem hefur ekki gert meira í NBA-deildinni sé nú kominn með 9,2 milljarða samning í hendurnar.
Skoraði þrjú stig í leik fyrir tveimur árum en fær nú 9,2 milljarða samning
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
