Þessi 34 ára gamli leikmaður Miami Heat verður nefnilega á forsíðu svokallaðrar Body Issue útgáfu ESPN tímaritsins, þar sem ýmsir íþróttamenn sitja naktir fyrir. Body Issue kemur út árlega og hefur gert frá 2009.
„Þetta er nýtt fyrir mér. Þarna gat ég yfirstigið óttann. Þetta er ekki bara ég að sýna kroppinn minn, þetta er stærra en það. Þetta gefur öðrum vonandi sjálfstraust til að vera þeir sjálfir,“ sagði Wade í samtali við ESPN.
Auk Wade sátu 18 aðrir íþróttamenn fyrir í Body Issue í ár, þ.á.m. írski bardagakappinn Conor McGregor, ruðningskappinn Von Miller og körfuboltakonan Elena Delle Donne.
Þríþrautarkappinn Chris Mosier sat einnig fyrir en hann er fyrsta transmanneskjan til að gera það fyrir Body Issue.
Hér að neðan má sjá myndir af Dwayne Wade í öllu sínu veldi.
Dwyane Wade will grace the cover of the 2016 #BodyIssue.
— ESPN (@espn) June 21, 2016
The issue drops July 6. pic.twitter.com/BhDOqOAx7W
DWade overcame his fear of posing nude in the 2016 #BodyIssue.
— ESPN (@espn) June 21, 2016
Check out his photos here: https://t.co/ONkQO8OJpZ pic.twitter.com/BAUbQquOox
"This is as authentic as it gets."@DwyaneWade talks dropping the robe for #BodyIssue: https://t.co/xa9Jxgg4Ub pic.twitter.com/GkdWqA1RVf
— ESPN (@espn) June 21, 2016