Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 08:42 Nýr forseti ásamt eiginkonu sinni, Elizu Reid. vísir/halla Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. Kjörstjórn fámennasta kjördæmisins, það er Norðvesturkjördæmis, hefur enn ekki skilað lokatölum. Samkvæmt nýjustu tölum, sem fengnar eru af vefsíðu RÚV, munar um 20.000 atkvæðum á Guðna og Höllu. Á kjörskrá í norðvestur eru 21.424 og því enginn tölfræðilegur möguleiki á því að Halla nái Guðna. „Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. á kosningavöku sinni rétt eftir miðnætti skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í öllum kjördæmum. Hinn nýji forseti fagnar 48 ára afmæli í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur, endar að öllum líkindum í þriðja sæti en hann hefur hlotið 14,2 prósent atkvæða. Á hæla hans fylgir Davíð Oddsson, ritstjóri, með 13,7 prósent. Sturla Jónsson hlaut 3,5 prósent. Útlit er fyrir að fjórir frambjóðendur fái færri en 1.500 atkvæði en til að geta boðið sig fram þurfa frambjóðendur að safna undirskriftum 1.500 kosningabærra manna. Næst fjórmenninganna að ná 1.500 atkvæðum komst Elísabet Jökulsdóttir en þegar þetta er ritað hefur hún hlotið 1.218 atkvæði. Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir ná saman ekki einu prósenti þó atkvæði þeirra séu lögð saman. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. Kjörstjórn fámennasta kjördæmisins, það er Norðvesturkjördæmis, hefur enn ekki skilað lokatölum. Samkvæmt nýjustu tölum, sem fengnar eru af vefsíðu RÚV, munar um 20.000 atkvæðum á Guðna og Höllu. Á kjörskrá í norðvestur eru 21.424 og því enginn tölfræðilegur möguleiki á því að Halla nái Guðna. „Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. á kosningavöku sinni rétt eftir miðnætti skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í öllum kjördæmum. Hinn nýji forseti fagnar 48 ára afmæli í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur, endar að öllum líkindum í þriðja sæti en hann hefur hlotið 14,2 prósent atkvæða. Á hæla hans fylgir Davíð Oddsson, ritstjóri, með 13,7 prósent. Sturla Jónsson hlaut 3,5 prósent. Útlit er fyrir að fjórir frambjóðendur fái færri en 1.500 atkvæði en til að geta boðið sig fram þurfa frambjóðendur að safna undirskriftum 1.500 kosningabærra manna. Næst fjórmenninganna að ná 1.500 atkvæðum komst Elísabet Jökulsdóttir en þegar þetta er ritað hefur hún hlotið 1.218 atkvæði. Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir ná saman ekki einu prósenti þó atkvæði þeirra séu lögð saman.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00
Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44