Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 08:42 Nýr forseti ásamt eiginkonu sinni, Elizu Reid. vísir/halla Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. Kjörstjórn fámennasta kjördæmisins, það er Norðvesturkjördæmis, hefur enn ekki skilað lokatölum. Samkvæmt nýjustu tölum, sem fengnar eru af vefsíðu RÚV, munar um 20.000 atkvæðum á Guðna og Höllu. Á kjörskrá í norðvestur eru 21.424 og því enginn tölfræðilegur möguleiki á því að Halla nái Guðna. „Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. á kosningavöku sinni rétt eftir miðnætti skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í öllum kjördæmum. Hinn nýji forseti fagnar 48 ára afmæli í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur, endar að öllum líkindum í þriðja sæti en hann hefur hlotið 14,2 prósent atkvæða. Á hæla hans fylgir Davíð Oddsson, ritstjóri, með 13,7 prósent. Sturla Jónsson hlaut 3,5 prósent. Útlit er fyrir að fjórir frambjóðendur fái færri en 1.500 atkvæði en til að geta boðið sig fram þurfa frambjóðendur að safna undirskriftum 1.500 kosningabærra manna. Næst fjórmenninganna að ná 1.500 atkvæðum komst Elísabet Jökulsdóttir en þegar þetta er ritað hefur hún hlotið 1.218 atkvæði. Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir ná saman ekki einu prósenti þó atkvæði þeirra séu lögð saman. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. Kjörstjórn fámennasta kjördæmisins, það er Norðvesturkjördæmis, hefur enn ekki skilað lokatölum. Samkvæmt nýjustu tölum, sem fengnar eru af vefsíðu RÚV, munar um 20.000 atkvæðum á Guðna og Höllu. Á kjörskrá í norðvestur eru 21.424 og því enginn tölfræðilegur möguleiki á því að Halla nái Guðna. „Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. á kosningavöku sinni rétt eftir miðnætti skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í öllum kjördæmum. Hinn nýji forseti fagnar 48 ára afmæli í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur, endar að öllum líkindum í þriðja sæti en hann hefur hlotið 14,2 prósent atkvæða. Á hæla hans fylgir Davíð Oddsson, ritstjóri, með 13,7 prósent. Sturla Jónsson hlaut 3,5 prósent. Útlit er fyrir að fjórir frambjóðendur fái færri en 1.500 atkvæði en til að geta boðið sig fram þurfa frambjóðendur að safna undirskriftum 1.500 kosningabærra manna. Næst fjórmenninganna að ná 1.500 atkvæðum komst Elísabet Jökulsdóttir en þegar þetta er ritað hefur hún hlotið 1.218 atkvæði. Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir ná saman ekki einu prósenti þó atkvæði þeirra séu lögð saman.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00
Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44