Gert ráð fyrir átta þúsund Íslendingum á Stade de France sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2016 19:48 Búist er við að allt að átta þúsund Íslendingar muni leggja leið sína á Stade De France, þjóðarleikvang Frakka, þar sem íslenska knattspyrnulandsliðið mun etja kappi við innfædda næstkomandi sunnudag. Völlurinn tekur um áttatíu þúsund manns, sem þýðir að Íslendingar verða aðeins tíu prósent áhorfenda í stúkunni. Til samanburðar má nefna að Íslendingar voru um átta prósent áhorfenda á leik Íslands og Frakklands í Nice í gær, en þrátt fyrir það var ekki að heyra að þeir væru í miklum minnihluta enda létu þeir vel í sér heyra. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir miðasöluna, sem hófst í hádeginu, hafa gengið betur en búist var við. „Fyrst í morgun vissum við ekki betur en að það yrði bara þessi opna miðasala á heimasíðu UEFA. Síðan fékk ég símhringingu um það að í rauninni, að þegar miðasala fór í gang í desember eða janúar, þá áttum við kost á sex þúsund miðum í átta liða úrslit, sem fáir nýttu sér í þessum conditional miðum. En ég fékk símhringingu um það að þessi möguleiki yrði opnaður fyrir okkur,“ sagði Klara í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Íslendingar virðast hafa gripið tækifærið. Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið tæplega sex þúsund miðar og að þeir séu jafnvel búnir. Það eru síðustu fréttir sem við höfum. Þannig að við bindum vonir við að þarna verði hugsanlega átta þúsund manns,“ bætti hún við.Viðtalið við Klöru má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Búist er við að allt að átta þúsund Íslendingar muni leggja leið sína á Stade De France, þjóðarleikvang Frakka, þar sem íslenska knattspyrnulandsliðið mun etja kappi við innfædda næstkomandi sunnudag. Völlurinn tekur um áttatíu þúsund manns, sem þýðir að Íslendingar verða aðeins tíu prósent áhorfenda í stúkunni. Til samanburðar má nefna að Íslendingar voru um átta prósent áhorfenda á leik Íslands og Frakklands í Nice í gær, en þrátt fyrir það var ekki að heyra að þeir væru í miklum minnihluta enda létu þeir vel í sér heyra. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir miðasöluna, sem hófst í hádeginu, hafa gengið betur en búist var við. „Fyrst í morgun vissum við ekki betur en að það yrði bara þessi opna miðasala á heimasíðu UEFA. Síðan fékk ég símhringingu um það að í rauninni, að þegar miðasala fór í gang í desember eða janúar, þá áttum við kost á sex þúsund miðum í átta liða úrslit, sem fáir nýttu sér í þessum conditional miðum. En ég fékk símhringingu um það að þessi möguleiki yrði opnaður fyrir okkur,“ sagði Klara í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Íslendingar virðast hafa gripið tækifærið. Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið tæplega sex þúsund miðar og að þeir séu jafnvel búnir. Það eru síðustu fréttir sem við höfum. Þannig að við bindum vonir við að þarna verði hugsanlega átta þúsund manns,“ bætti hún við.Viðtalið við Klöru má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira