Vísindamenn hafa uppgötvað stóra helíum-uppsprettu í Tansaníu. Þetta eru stórtíðindi þar sem helíumbirgðir í heiminum eru að klárast.
Þetta segja jarðfræðingar í háskólunum í Durham og Oxford. Helíum er notað í röntgentækjum, sjónaukum og geimförum svo eitthvað sé nefnt. Þar til nú hefur helíumgasið aðeins fundist í litlu magni þar sem borað er eftir olíu og öðrum gastegundum. En með nýrri leitaraðferð fundu vísindamenn mikið magn af helíumi í Rift-dalnum í Tanzaníu.
Þeir fullyrða að með helíumgasi úr aðeins einum hluta dalsins væri hægt að tryggja helíum í yfir milljón röngten skanna. Chris Ballentina prófessor hjá jarðfræðideild Oxford háskóla sagði að þetta væru stórtíðindi og að fundurinn breytti miklu. Telur Ballentina að fundurinn gefi fyrirheit um að hægt sé að finna meira helíum annars staðar.

