Stemningin var mögnuð fyrir utan leikvanginn eftir 1-1 jafntefli strákanna okkar við Portúgal í gærkvöldi. Átta þúsund stuðningsmenn öskruðu úr sér lungun og gott betur en það.
Björn Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason voru í beinni útsendingu frá leikvanginum eftir leik og tóku stuðningsmenn á öllum aldri tali. Margir hverjir voru orðlausir á meðan aðrir höfðu allt á hreinu.
Upptöku frá útsendingunni má sjá í spilaranum að ofan.
Fleiri tóku stuðningsmenn tali
Ef portúgölsku stuðningsmennirnir voru jafn svekktir og Christiano Ronaldo eftir leikinn í gær, þá náðu þeir að fela það betur. Blaðamaður breska dagblaðsins Mirror var á vellinum í gær og gerði í kjölfar jafnteflisins skondna grein um hvað hafi farið í gegnum huga fyrirliða portúgalska landsliðsins á meðan á leiknum stóð.
Undir greininni má svo sjá þegar stuðningsmenn beggja liða gengu frá leikvanginum í St. Etienne í gærkvöldi og þar má sjá nokkra Íslendinga „fagna eins og þeir hafi unnið Evrópumeistaramótið“ eins og Ronaldo orðaði það.
Ef til vill kannast einhver við félaga sína í myndbandinu sem hægt er að sjá neðst á síðunni hér.
Svona var stemningin fyrir utan leikvanginn í St. Etienne í gærkvöldi
Tengdar fréttir

Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti
Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim.

Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum
„Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“

Fyndnustu klúður Ronaldo á vellinum
Jafnvel bestu fótboltamönnum heims bregst bogalistinn. Í dag er sérstaklega gaman að njóta þess.