Lífeyrissjóðir kjósi með fótunum skjóðan skrifar 1. júní 2016 10:00 Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, hefur miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir reyni að hafa áhrif á stjórn og stefnu fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í, með því að beita afli sínu til að fá fulltrúa sína kjörna í stjórnir skráðra félaga. Sjálfsagt vill Kristján verja þau áhrif sem hann hefur í krafti 40 prósenta eignarhluta síns í fyrirtækinu. Hann telur að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að skipta sér af stjórnun og stefnumörkun skráðra fyrirtækja nema sem almennir hluthafar á hluthafafundum, heldur eigi þeir að kjósa með fótunum – með öðrum orðum að ef þeim líkar ekki við stefnu eða stjórnun félaga eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn. Það er talsvert til í þessu hjá Kristjáni. Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna. Þetta býður upp á mikinn freistnivanda og raunar má segja að þetta bjóði hættunni heim. Lífeyrissjóðir eiga að taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa og annarra eigna eingöngu út frá hagsmunum eigenda fjárins, sjóðsfélaganna. Lang heppilegasta nálgunin er sú að sjóðirnir skipti sér ekki af stefnumörkun og stjórnum fyrirtækja nema með því að ákveða annaðhvort að kaupa hlutabréf í þeim eða selja. Hyggist lífeyrissjóðir setja fulltrúa sína í stjórnir skráðra félaga er mikilvægt að setja skýrar reglur um slíkt. Starfsmenn og/eða stjórnarmenn lífeyrissjóða ættu almennt ekki að sitja í stjórnum skráðra félaga heldur ættu sjóðirnir að velja hæfustu sérfræðinga til stjórnarsetu. Þá er grundvallaratriði að stjórnarmenn á vegum lífeyrissjóða ættu ekki að þiggja stjórnarlaun frá skráðu félögunum. Þau laun ættu að renna til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sjóðirnir eiga síðan að gera samninga við stjórnarmenn á sínum vegum til ákveðins tíma um greiðslur fyrir stjórnarsetu. Þær greiðslur haldist óbreyttar þó að lífeyrissjóðurinn selji hlut sinn og fulltrúi sjóðsins hverfi úr stjórn. Þetta er mikilvægt vegna þess að stjórnarmaður sem þiggur stjórnarlaun í skráðu félagi hefur ríka hagsmuni af því að halda þessum stjórnarlaunum hvernig sem rekstur og afkoma fyrirtækisins þróast og því fara hans hagsmunir ekki saman við hagsmuni sjóðsfélaganna, sem eiga peningana sem standa að baki stjórnarsetunni. Treysti menn sér ekki til að setja reglur sem tryggja að hagsmunir sjóðsfélaga séu ávallt í fyrirrúmi við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóða er vissast að banna lífeyrissjóðum að eiga fulltrúa í stjórn t.d. með því að kveða á um að hlutir í eigu lífeyrissjóða skuli ekki hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Þá hverfur freistnivandi þeirra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, hefur miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir reyni að hafa áhrif á stjórn og stefnu fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í, með því að beita afli sínu til að fá fulltrúa sína kjörna í stjórnir skráðra félaga. Sjálfsagt vill Kristján verja þau áhrif sem hann hefur í krafti 40 prósenta eignarhluta síns í fyrirtækinu. Hann telur að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að skipta sér af stjórnun og stefnumörkun skráðra fyrirtækja nema sem almennir hluthafar á hluthafafundum, heldur eigi þeir að kjósa með fótunum – með öðrum orðum að ef þeim líkar ekki við stefnu eða stjórnun félaga eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn. Það er talsvert til í þessu hjá Kristjáni. Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna. Þetta býður upp á mikinn freistnivanda og raunar má segja að þetta bjóði hættunni heim. Lífeyrissjóðir eiga að taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa og annarra eigna eingöngu út frá hagsmunum eigenda fjárins, sjóðsfélaganna. Lang heppilegasta nálgunin er sú að sjóðirnir skipti sér ekki af stefnumörkun og stjórnum fyrirtækja nema með því að ákveða annaðhvort að kaupa hlutabréf í þeim eða selja. Hyggist lífeyrissjóðir setja fulltrúa sína í stjórnir skráðra félaga er mikilvægt að setja skýrar reglur um slíkt. Starfsmenn og/eða stjórnarmenn lífeyrissjóða ættu almennt ekki að sitja í stjórnum skráðra félaga heldur ættu sjóðirnir að velja hæfustu sérfræðinga til stjórnarsetu. Þá er grundvallaratriði að stjórnarmenn á vegum lífeyrissjóða ættu ekki að þiggja stjórnarlaun frá skráðu félögunum. Þau laun ættu að renna til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sjóðirnir eiga síðan að gera samninga við stjórnarmenn á sínum vegum til ákveðins tíma um greiðslur fyrir stjórnarsetu. Þær greiðslur haldist óbreyttar þó að lífeyrissjóðurinn selji hlut sinn og fulltrúi sjóðsins hverfi úr stjórn. Þetta er mikilvægt vegna þess að stjórnarmaður sem þiggur stjórnarlaun í skráðu félagi hefur ríka hagsmuni af því að halda þessum stjórnarlaunum hvernig sem rekstur og afkoma fyrirtækisins þróast og því fara hans hagsmunir ekki saman við hagsmuni sjóðsfélaganna, sem eiga peningana sem standa að baki stjórnarsetunni. Treysti menn sér ekki til að setja reglur sem tryggja að hagsmunir sjóðsfélaga séu ávallt í fyrirrúmi við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóða er vissast að banna lífeyrissjóðum að eiga fulltrúa í stjórn t.d. með því að kveða á um að hlutir í eigu lífeyrissjóða skuli ekki hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Þá hverfur freistnivandi þeirra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira