Ólöf Nordal hissa á skorti á kynjablöndun á EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 15:48 Það kom innanríkisráðherra fullkomlega á óvart að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir til Frakklands. Vísir/Vilhelm Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum. Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra. Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar. Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið. Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum. Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra. Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar. Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið. Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25
Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00
Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“