Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 15:25 Íslendingar ætla að fjölmenna til Frakklands en KSÍ gerir ráð fyrir 15-20 þúsund stuðningsmönnum frá Íslandi. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld munu senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Lögreglumennirnir verða frönskum lögregluyfirvöldum innan handar, en áætlað er að allt að tuttugu þúsund Íslendingar verði á mótinu í sumar. Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í mótinu. Reiknað er með því að á milli 15 til 20 þúsund Íslendingar muni verða í Frakklandi í tengslum við mótið. Flakka á milli borganna þar sem Ísland spilar Innanríkisráðuneytið hefur átt samráð við embætti ríkislögreglustjóra um viðbrögð við erindinu en fulltrúi embættisins tekur þátt í NFIP samstarfi (National Football Information Point) Evrópuríkja sem Ísland á aðild að á grundvelli Evrópusamnings um „ofbeldi og óhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspyrnuleikjum.“ Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir lögreglumennirnir starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og verði í færanlegri sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið spilar hverju sinni og vera staðarlögreglu til aðstoðar. Ísland spilar í St. Etienne, Marseille og París 14. , 18. og 22. júní. Umbeðin aðstoð við frönsk yfirvöld mun m.a. felast í því að vera í sambandi við íslensku stuðningsmennina og veita þeim aðstoð, vera þeim innan handar vegna mála sem hugsanlega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leikvang eða gefa fyrirmæli um einhverjar breytingar á áætlun. Íslensku lögreglumennirnir munu fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi, geta miðlað þeim áfram til stuðningsmanna eftir atvikum og veitt alla mögulega aðstoð.Kostnaður fer eftir árangri ÍslandsKostnaðaráætlunin ræðst af framgangi landsliðsins á mótinu en kostnaður er talinn geta orðið allt að 20 milljónir króna ef landsliðið nær langt í keppninni. InnanríkisráðherEmbætti ríkislögreglustjóra verði falið að annast framkvæmd málsins á grundvelli samþykktrar kostnaðaráætlunar í samráði við innanríkisráðuneytið.Vegna mótsins fór fram öryggisráðstefna átakshóps innanríkisráðuneytis Austurríkis þann 12. maí í Vínarborg. Fulltrúar innanríkisráðuneyta, knattspyrnusambanda og lögregluembætta Ungverjalands, Íslands, Portúgal og Austurríkis undirbúa öryggisráðstafanir fyrir riðlakeppnina og sat Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra fundinn fyrir hönd ráðherra, ásamt Vilhjálmi Gíslasyni, fulltrúa ríkislögreglustjóra. Fyrrnefndar þjóðir eru með Íslandi í F-riðli mótsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Lögreglumennirnir verða frönskum lögregluyfirvöldum innan handar, en áætlað er að allt að tuttugu þúsund Íslendingar verði á mótinu í sumar. Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í mótinu. Reiknað er með því að á milli 15 til 20 þúsund Íslendingar muni verða í Frakklandi í tengslum við mótið. Flakka á milli borganna þar sem Ísland spilar Innanríkisráðuneytið hefur átt samráð við embætti ríkislögreglustjóra um viðbrögð við erindinu en fulltrúi embættisins tekur þátt í NFIP samstarfi (National Football Information Point) Evrópuríkja sem Ísland á aðild að á grundvelli Evrópusamnings um „ofbeldi og óhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspyrnuleikjum.“ Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir lögreglumennirnir starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og verði í færanlegri sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið spilar hverju sinni og vera staðarlögreglu til aðstoðar. Ísland spilar í St. Etienne, Marseille og París 14. , 18. og 22. júní. Umbeðin aðstoð við frönsk yfirvöld mun m.a. felast í því að vera í sambandi við íslensku stuðningsmennina og veita þeim aðstoð, vera þeim innan handar vegna mála sem hugsanlega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leikvang eða gefa fyrirmæli um einhverjar breytingar á áætlun. Íslensku lögreglumennirnir munu fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi, geta miðlað þeim áfram til stuðningsmanna eftir atvikum og veitt alla mögulega aðstoð.Kostnaður fer eftir árangri ÍslandsKostnaðaráætlunin ræðst af framgangi landsliðsins á mótinu en kostnaður er talinn geta orðið allt að 20 milljónir króna ef landsliðið nær langt í keppninni. InnanríkisráðherEmbætti ríkislögreglustjóra verði falið að annast framkvæmd málsins á grundvelli samþykktrar kostnaðaráætlunar í samráði við innanríkisráðuneytið.Vegna mótsins fór fram öryggisráðstefna átakshóps innanríkisráðuneytis Austurríkis þann 12. maí í Vínarborg. Fulltrúar innanríkisráðuneyta, knattspyrnusambanda og lögregluembætta Ungverjalands, Íslands, Portúgal og Austurríkis undirbúa öryggisráðstafanir fyrir riðlakeppnina og sat Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra fundinn fyrir hönd ráðherra, ásamt Vilhjálmi Gíslasyni, fulltrúa ríkislögreglustjóra. Fyrrnefndar þjóðir eru með Íslandi í F-riðli mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira