Þá mætti Kolbeinn hinum danska Kim Thomsen á stóru bardagakvöldi sem fram fór í Kaupmannahöfn. Þetta var sjötti atvinnumannabardagi Kolla og klárlega erfiðasti andstæðingurinn til þessa.
Strax í fyrstu lotu þá náði Kolbeinn að slá Thomsen í gólfið. Hann náði þó að standa upp og lifa lotuna af.
Þarna var tónninn þó settur hjá okkar manni sem hafði mikla yfirburði í annarri lotu.
Hann sló þá Danann niður í tvígang og í seinna skiptið stöðvaði dómarinn bardagann. Kolli því búinn að vinna alla sex atvinnumannabardaga sína.
Þessi úrslit komu flestum í Danmörku í opna skjöldu enda héldu heimamenn að Thomsen væri sterkari.
Thomsen hafði heldur aldrei tapað atvinnumannabardaga en hann var búinn með fjóra slíka. Hann hafði unnið um 35 áhugamannabardaga áður.
Sjá má helstu tilþrif úr bardaganum í myndböndunum hér að neðan.