Með ýmis réttindi þegar flugi seinkar Þórdís Valsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Flugrekendum ber að upplýsa farþega sína um réttindi þeirra ef til seinkana kemur. Fréttablaðið/Vilhelm Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til seinkana kemur, ef flug eru yfirbókuð eða þeim aflýst. Réttindin miðast við lengd flugs og lengd tafarinnar. Í Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega er kveðið á um ýmis lágmarksréttindi sem flugrekendur eiga að virða. Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, hefur vitneskja flugfarþega um réttindi sín farið sívaxandi. „Flugrekendur hafa ríka skyldu til að upplýsa farþega um réttindi sín,“ segir Þórhildur.Ef flugið sem um ræðir fellur undir EES-reglur eiga farþegar alltaf rétt á þjónustu hjá viðkomandi flugfélagi. Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Réttindin eru til staðar jafnvel þótt flugi sé frestað eða aflýst vegna orsaka sem teljast óviðráðanlegar, svo sem náttúruhamfara eða verkfalla. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum eftir atvikum. Ef flugi er aflýst geta farþegar átt rétt á því að fá flugfargjald sitt endurgreitt eða flugmiðanum breytt. Farþegar eiga einnig rétt á endurgreiðslu ef seinkun á flugi er orðin fimm klukkustundir eða meira. Upphæð skaðabóta vegna seinkana er frá 35 þúsund krónum, þegar um er að ræða flug sem er 1.500 km eða styttra, upp í 83 þúsund krónur þegar vegalengdin er yfir 3.500 km. Þó skal nefna að ef seinkun er ekki á ábyrgð flugfélagsins eru ekki líkur á því að farþegar eigi rétt á skaðabótum. „Til að kanna réttindi sín og mögulegar bætur eiga flugfarþegar að leita beint til þess flugrekanda sem þeir flugu með eða þjónustuaðila hans,“ segir Þórhildur og bætir við að ósáttir farþegar geti kvartað til Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Fréttir af flugi Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til seinkana kemur, ef flug eru yfirbókuð eða þeim aflýst. Réttindin miðast við lengd flugs og lengd tafarinnar. Í Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega er kveðið á um ýmis lágmarksréttindi sem flugrekendur eiga að virða. Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, hefur vitneskja flugfarþega um réttindi sín farið sívaxandi. „Flugrekendur hafa ríka skyldu til að upplýsa farþega um réttindi sín,“ segir Þórhildur.Ef flugið sem um ræðir fellur undir EES-reglur eiga farþegar alltaf rétt á þjónustu hjá viðkomandi flugfélagi. Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Réttindin eru til staðar jafnvel þótt flugi sé frestað eða aflýst vegna orsaka sem teljast óviðráðanlegar, svo sem náttúruhamfara eða verkfalla. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum eftir atvikum. Ef flugi er aflýst geta farþegar átt rétt á því að fá flugfargjald sitt endurgreitt eða flugmiðanum breytt. Farþegar eiga einnig rétt á endurgreiðslu ef seinkun á flugi er orðin fimm klukkustundir eða meira. Upphæð skaðabóta vegna seinkana er frá 35 þúsund krónum, þegar um er að ræða flug sem er 1.500 km eða styttra, upp í 83 þúsund krónur þegar vegalengdin er yfir 3.500 km. Þó skal nefna að ef seinkun er ekki á ábyrgð flugfélagsins eru ekki líkur á því að farþegar eigi rétt á skaðabótum. „Til að kanna réttindi sín og mögulegar bætur eiga flugfarþegar að leita beint til þess flugrekanda sem þeir flugu með eða þjónustuaðila hans,“ segir Þórhildur og bætir við að ósáttir farþegar geti kvartað til Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Fréttir af flugi Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira