Bananarnir flugu fyrir utan árshátíð Alþingis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:00 Hópurinn beinar aðgerðir stóð fyrir mótmælum fyrir utan Hótel Sögu í gær þar sem árleg þingveisla Alþingis var haldin. Vísir/Getty/Vilhelm/Ernir Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07