Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 12:41 Efsta myndin fylgir viðburðinum á Facebook þar sem boðað er til grills fyrir utan heimili Bjarna. Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira