Valdi vallavörður verður nú alltaf á Kópavogsvellinum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2016 16:00 Valdimar Kristinn Valdimarsson var mikil goðsögn í sögu fótboltans í Kópavogi og það var vel við hæfi að lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, hafi nú verið afhjúpuð á Kópavogsvelli. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, fór og skoðaði þennan flotta minnisvarða sem var afhjúpaður fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Blika í Pepsi-deild kvenna fyrr í vikunni. Guðjón ræddi við son Valda vallavarðar um föður hans og stöðu mála hjá Breiðabliki í dag. „Hann var alltaf að vinna að því að íþróttaaðstaðan hjá Breiðabliki yrði hjarta bæjarins. Hann var að vinna að því öll þessi ár," sagði Valdimar Valdimarsson um föður sinn. „Hann sagði það einu sinni þegar við vorum að vinna hér saman á Kópavogsvelli að hann yrði hérna alltaf og nú hefur það ræst," sagði Valdimar. Blikar báru mikla virðingu fyrir og mikinn hlýhug til Valda enda var þar á ferð einstakur æskulýðsleiðtogi sem lagði sig fram um að hvetja bæði stráka og stelpur, unga sem eldri til að æfa sig í fótbolta. Margir halda því fram að hann hafi með elju sinni og áhuga lagt grunninn að því að ungar stúlkur fóru að iðka knattspyrnu og ekki bara í Kópavogi. Heiðar Bergmann Heiðarsson, oft nefndur Heisi, hóaði saman nokkrum valinkunnum Blikum til að undirbúa gerð lágmyndar af Valda sem komið yrði fyrir á fallegum steini við inngang að Kópavogsvelli. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson var fengin til að gera gifsmót eftir gömlum ljósmyndum og Málmsteypan Hella steypti svo myndina í brons. Innslagið hans Gauða má sjá hér í spilaranum fyrir ofan. Valdimar Kristinn Valdimarsson var gegnheill Bliki og guðfaðir og Guðjón ræddi um Valdimar Kristinn Valdimarsson við son hans Valdimar Valdimarsson sem lék með Breiðabliki frá 1976 til 1983 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Valdimar tekur undir það að faðir hans hafi verið hjartað og sálin í félaginu. „Hann var það á þessum árum. Þegar hann er út í Vallargerði frá árunum 1965 til 1966 og alveg fram yfir 1990 þá er þetta bara félagsmiðstöð hjá honum. Krakkarnir komu og fengu bolta hjá honum og hann gerði við boltana. Þau gátu verið þarna allan daginn," sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Sjá meira
Valdimar Kristinn Valdimarsson var mikil goðsögn í sögu fótboltans í Kópavogi og það var vel við hæfi að lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, hafi nú verið afhjúpuð á Kópavogsvelli. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, fór og skoðaði þennan flotta minnisvarða sem var afhjúpaður fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Blika í Pepsi-deild kvenna fyrr í vikunni. Guðjón ræddi við son Valda vallavarðar um föður hans og stöðu mála hjá Breiðabliki í dag. „Hann var alltaf að vinna að því að íþróttaaðstaðan hjá Breiðabliki yrði hjarta bæjarins. Hann var að vinna að því öll þessi ár," sagði Valdimar Valdimarsson um föður sinn. „Hann sagði það einu sinni þegar við vorum að vinna hér saman á Kópavogsvelli að hann yrði hérna alltaf og nú hefur það ræst," sagði Valdimar. Blikar báru mikla virðingu fyrir og mikinn hlýhug til Valda enda var þar á ferð einstakur æskulýðsleiðtogi sem lagði sig fram um að hvetja bæði stráka og stelpur, unga sem eldri til að æfa sig í fótbolta. Margir halda því fram að hann hafi með elju sinni og áhuga lagt grunninn að því að ungar stúlkur fóru að iðka knattspyrnu og ekki bara í Kópavogi. Heiðar Bergmann Heiðarsson, oft nefndur Heisi, hóaði saman nokkrum valinkunnum Blikum til að undirbúa gerð lágmyndar af Valda sem komið yrði fyrir á fallegum steini við inngang að Kópavogsvelli. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson var fengin til að gera gifsmót eftir gömlum ljósmyndum og Málmsteypan Hella steypti svo myndina í brons. Innslagið hans Gauða má sjá hér í spilaranum fyrir ofan. Valdimar Kristinn Valdimarsson var gegnheill Bliki og guðfaðir og Guðjón ræddi um Valdimar Kristinn Valdimarsson við son hans Valdimar Valdimarsson sem lék með Breiðabliki frá 1976 til 1983 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Valdimar tekur undir það að faðir hans hafi verið hjartað og sálin í félaginu. „Hann var það á þessum árum. Þegar hann er út í Vallargerði frá árunum 1965 til 1966 og alveg fram yfir 1990 þá er þetta bara félagsmiðstöð hjá honum. Krakkarnir komu og fengu bolta hjá honum og hann gerði við boltana. Þau gátu verið þarna allan daginn," sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Sjá meira