Íslenski boltinn

Ertu sammála strákunum í Pepsi-mörkunum sem vildu frá rautt á þetta? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum fóru í þættinum í gær yfir harða tæklingu KR-ingsins Michael Præst í leiknum á móti Stjörnunni.

KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 4. umferð Pepsi-deildarinnar en það var ekkert gefið eftir í leiknum og gott dæmi er þessi tækling Michael Præst á 54. mínútu leiksins en þá voru KR-ingar nýbúnir að jafna metin.

„Þetta var erfiður leikur fyrir Þórodd Hjaltalín að dæma en hér kemur ein rosaleg tækling hjá fyrrverandi Stjörnumanninum Michael Præst. Hér vilja menn bara fá beint rautt á Præst," sagði Hörður og gaf spekingum sínum síðan orðið.

„Hann fer alltof hátt með löppina. Þetta er bara rautt spjald," sagði Arnar Gunnlaugsson og Ólafur H. Kristjánsson tók undir það. "Þetta er stórhættulegt," sagði Ólafur.

„Þegar þú ferð í boltann með löppina svona hátt uppi þá veistu að þú ert að fara að sparka í leikmanninn líka. Þú getur farið í boltann og reynt að pikka í hann en ekki taka áhættuna á því að meiða mótspilarinn þinn svona," sagði Arnar Gunnlaugsson.

Það er hægt að sjá alla umræðuna í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×