Svo virðist sem flugverð sé að jafnast út, þó tíu prósenta hækkun sé á flugverði í heildina, því í könnuninni kemur fram að hæstu verðin séu að lækka, en þau lægstu að hækka.

Flugleitarvefurinn segir að á næstu vikum sé ódýrast að fara til Þýskalands en dýrast til Bandaríkjanna. Flug til Boston og New York kostar nú á milli 80 til 85 þúsund krónur að meðaltali, en flug til Dusseldorf er á 37 þúsund krónur að meðaltali.

Dohop spáir enn frekari hækkunum á flugverði þegar líða tekur á sumarið, sérstaklega á flugi til Bandaríkjanna.
Dohop skoðaði í þessari könnun þrjár dagsetningar; sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku eru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Gert er ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur, við gerð verðkönnunarinnar.