Zika-veiran hættulegri en áður var talið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 10:36 Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39
Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41
Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent