Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur af fundi með forseta Íslands. Þar fékk hann svigrúm til að skoða myndun nýs ráðuneytis. vísir/AntonBrink Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira