Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur af fundi með forseta Íslands. Þar fékk hann svigrúm til að skoða myndun nýs ráðuneytis. vísir/AntonBrink Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira