Innlent

Nær öllu innan­lands­flugi af­lýst

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Einungis var flogið til Akureyrar og Bíldudals í morgun.
Einungis var flogið til Akureyrar og Bíldudals í morgun. Vísir/vilhelm

Nær öllum flugferðum innanlands í dag hefur verið aflýst vegna veðurs í dag. Þetta hefur áhrif á um sjö hundruð farþega.

Þetta staðfestir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. 

„Við þurftum að hætta við um tíu flug sem hefur áhrif á kringum sjö hundruð farþega,“ segir hann í samtali við fréttastofu.

Guðmundur segir að þrátt fyrir að ágætt veður sé á öllum áfangastöðum sé vindstrengur í fjallahæði sem veldur ókyrrð og ísingi. Því hafi verið tekið ákvörðun um að aflýsa flugferðunum. Veðrið á að ganga niður í nótt eða í fyrramálið að hans sögn.

Allir farþegar sem óska eftir því fá úthlutaða aðra flugferð með Icelandair á áfangastað. Guðmundur telur ekkert standa í vegi fyrir að flogið verði á morgun, miðað við veðurspá sem liggur nú fyrir.

Á heimasíðu Isavia má sjá að einungis var flogið til Akureyrar um sjö í morgun og til Bíldudals með flugvél á vegum Norlandair.


Tengdar fréttir

Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Fjórum brottförum frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Stefnt er að því að fljúga seinnipartinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×