Gary skoraði á móti KR og Víkingar með fullt hús Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2016 21:01 Gary Martin skoraði á móti sínum gömlu félögum í KR í kvöld þegar Víkingur lagði vesturbæjarliðið, 3-1, í riðli þrjú í Lengjubikar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur Gary á móti KR síðan hann gekk í raðir Víkings fyrr á þessu ári en hann skoraði 38 mörk í 80 leikjum í efstu deild fyrir KR-inga. Vladimir Tufegdzic kom Víkingum yfir á 20. mínútu eftir fallega sendingu frá Viktori Bjarka Arnarssyni. KR jafnaði metin í seinni hálfleik þegar Arnþór Ingi Kristinssyni þrumaði boltanum í eigið net, 1-1, eftir darraðadans í teignum. KR-ingar sóttu mikið í leiknum og fengu nóg af færum til að vinna leikinn en þeim brást bogalistin fyrir framan markið. Þá varði Róbert Örn Óskarsson nokkrum sinnum mjög vel. Gary Martin kom Víkingi í 2-1 á 59. mínútu þegar hann klippti boltann í netið úr teignum, en nokkrum sekúndum áður varði Stefán Logi Magnússon frá Viktori Jónssyni úr dauðafæri sem Gary lagði upp. KR-ingar héldu áfram að sækja en það voru Víkingar sem bættu við þriðja markinu. Það gerði Stefán Þór Pálsson á 75. mínútu. Hann renndi knettinum netið af stuttu færi, 3-1. Það urðu lokatölur. Í uppbótartíma þurfti að bera hinn unga og gríðarlega efnilega Guðmund Andra Tryggvason, leikmann KR, af velli, en hann lenti í samstuði og var sárþjáður. Víkingar eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína í riðli þrjú og eru á toppnum með tólf stig en KR er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Gary Martin skoraði á móti sínum gömlu félögum í KR í kvöld þegar Víkingur lagði vesturbæjarliðið, 3-1, í riðli þrjú í Lengjubikar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur Gary á móti KR síðan hann gekk í raðir Víkings fyrr á þessu ári en hann skoraði 38 mörk í 80 leikjum í efstu deild fyrir KR-inga. Vladimir Tufegdzic kom Víkingum yfir á 20. mínútu eftir fallega sendingu frá Viktori Bjarka Arnarssyni. KR jafnaði metin í seinni hálfleik þegar Arnþór Ingi Kristinssyni þrumaði boltanum í eigið net, 1-1, eftir darraðadans í teignum. KR-ingar sóttu mikið í leiknum og fengu nóg af færum til að vinna leikinn en þeim brást bogalistin fyrir framan markið. Þá varði Róbert Örn Óskarsson nokkrum sinnum mjög vel. Gary Martin kom Víkingi í 2-1 á 59. mínútu þegar hann klippti boltann í netið úr teignum, en nokkrum sekúndum áður varði Stefán Logi Magnússon frá Viktori Jónssyni úr dauðafæri sem Gary lagði upp. KR-ingar héldu áfram að sækja en það voru Víkingar sem bættu við þriðja markinu. Það gerði Stefán Þór Pálsson á 75. mínútu. Hann renndi knettinum netið af stuttu færi, 3-1. Það urðu lokatölur. Í uppbótartíma þurfti að bera hinn unga og gríðarlega efnilega Guðmund Andra Tryggvason, leikmann KR, af velli, en hann lenti í samstuði og var sárþjáður. Víkingar eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína í riðli þrjú og eru á toppnum með tólf stig en KR er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira