Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2016 17:40 Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. Vísir/Stefán Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag ummæli sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla um flóttafólk í gær og hafa vakið talsverða athygli. Sagði Oddný Ásmund ala á ótta og hoppa á vagn popúlista. Ásmundur, sem áður hefur vakið athygli fyrir umdeild ummæli um innflytjendur, sagði þá að skoða þyrfti af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þyrfti mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. „Í vanda sem glímt er við, elur háttvirtur þingmaður á ótta fólks við innflytjendur og hoppar á vagn sem bæði popúlistar í Evrópu og forsetaframbjóðandinn Donald Trump í Bandaríkjunum keyra,“ segir Oddný. Oddný spurði jafnframt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra hvað henni þætti um ummæli Ásmundar og hvort hún vildi að Ísland lokaði landamærum sínum og gengi úr Schengen-sambandinu. „Ég er mikill stuðningsmaður EES-samningsins, ég tel að Schengen hafi nýst okkur mjög vel og er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að ganga úr, eða skoða að ganga úr, Schengen,“ segir Eygló. „Ég tel að við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda þjóð og taka á móti flóttamönnum, í samræmi við okkar skyldur, og gera það eins vel og við getum.“ Eygló sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að taka upp sérstakt vegabréfaeftirlit, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð. Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag ummæli sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla um flóttafólk í gær og hafa vakið talsverða athygli. Sagði Oddný Ásmund ala á ótta og hoppa á vagn popúlista. Ásmundur, sem áður hefur vakið athygli fyrir umdeild ummæli um innflytjendur, sagði þá að skoða þyrfti af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þyrfti mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. „Í vanda sem glímt er við, elur háttvirtur þingmaður á ótta fólks við innflytjendur og hoppar á vagn sem bæði popúlistar í Evrópu og forsetaframbjóðandinn Donald Trump í Bandaríkjunum keyra,“ segir Oddný. Oddný spurði jafnframt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra hvað henni þætti um ummæli Ásmundar og hvort hún vildi að Ísland lokaði landamærum sínum og gengi úr Schengen-sambandinu. „Ég er mikill stuðningsmaður EES-samningsins, ég tel að Schengen hafi nýst okkur mjög vel og er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að ganga úr, eða skoða að ganga úr, Schengen,“ segir Eygló. „Ég tel að við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda þjóð og taka á móti flóttamönnum, í samræmi við okkar skyldur, og gera það eins vel og við getum.“ Eygló sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að taka upp sérstakt vegabréfaeftirlit, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð.
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12
Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30