Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2016 10:30 Stjórn RSÍ. Formaður hefur sent félagsmönnum bréf þar sem hún ber fjölmiðla þungum sökum. Vísir Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, vænir fjölmiðla um ítrekaðar rangfærslur í bréfi til félagsmanna í Rithöfundasambandinu í því sem hún kallar fjölmiðlafár um listamannalaun. Hún segir að ýjað hafi verið að spillingu og sjálftöku og fjölmiðlar hafi markvisst farið með rangt mál og vikið sér undan því að leita réttra upplýsinga. Heiftarleg umræða um rithöfunda Bréf Kristínar Helgu hefst svo: „Fjölmiðlafárið um listamannalaunin hélt eitthvað áfram, stóð í ríflega tvær vikur. Rithöfundar eru árlega í fremstu víglínu og taka á sig gusur. Myndbirtingar minntu sumar á villta vestrið, einhverjir tjargaðir og fiðraðir á samfélagsmiðlatorginu og þar víða leyfilegt að sparka, bíta og klóra. Það er hollt að skoða aðeins þessa atburðarrás, læra kannski af henni, bæta umhverfið og undirbúa okkur fyrir næsta ár svo þróunin megi verða þannig að við lendum miklu frekar árlega í upplýstri umræðu um listirnar og gildi ritlistar og áhrif hennar á samtímann og umhverfið. Umræðan nú var heiftarlegri en áður,“ skrifar Kristín Helga til rithöfunda. Og hún heldur áfram: Kristín Helga segir fjölmiðla hafa hamrað á rangfærslum. „Hamrað var á rangfærslum við úthlutun ritlauna í fyrirsögnum hjá frjálsa og óháða fjölmiðlarisanum. Ýjað var að spillingu og sjálftöku. Engu máli skiptu upplýsingar um rétta verkferla, enda hringdi ekki einn einasti fréttamaður af þessum miðlum í stjórn og starfsfólk RSÍ á meðan á þessu stóð.“ Ónákvæmni formannsins Óhjákvæmilegt er að benda á að þetta er einfaldlega rangt hjá formanninum. Vísir, auk annarra miðla 365, fjölluðu um málið á sínum tíma og í frétt 11. janúar, „Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum“ er rætt við Kristínu Helgu. Þar greinir frá því að allir sem sitja í stjórn Rithöfundasambandsins hafi fengið úthlutað 12 mánaða listamannalaunum fyrir árið 2016. Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu, og þá á Vísi, var fjallað um þá listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug, allt rithöfundar, var rætt við Bryndísi Loftsdóttur formann stjórnar listmannalauna. Þar kemur fram að sjö rithöfundar hafi fengið meira en sem nemur níu árum úthlutað í starfslaun. Þeir listamenn, allt rithöfundar, sem hafa fengið meira en níu árum úthlutað í starfslaun á undanförnum áratug. Og eftir samantekt um afköst þeirra sömu rithöfunda, þar sem meðal annars kemur fram að Andri Snær Magnason hafi sent frá sér eina bók á undanförnum tíu árum, var haft samband við Andra Snæ og honum boðið að tjá sig. Hann kaus að gera það ekki en Andri Snær hefur ekki viljað tjá sig opinberlega við fréttastofu 365 um málið. Í þeirri frétt gætti ónákvæmni í fyrirsögn, Andri Snær hafði þá sent frá sér eina bók á tæpum tíu árum og var það skilmerkilega leiðrétt í sérstakri frétt. Ýmis fleiri dæmi eru um að leitað hafi verið viðbragða hjá stjórn Rithöfundasambandsins og aldrei hefur verið undan því vikist að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri. Sem dæmi má nefna harðorða grein sem Vilborg Davíðsdóttir stjórnarmaður í RSÍ reit og um var fjallað skilmerkilega. Stöðugar rangfærslur fjölmiðla Bréf Kristínar er lengra. Hún ítrekar í bréfi sínu að núverandi stjórn hafi ekki komið að vali á allri úthlutunarnefndinni. „Aðildarfélög BÍL eru bundin af lögum um listamannalaun nr. 57 frá 2009 þegar tilnefna skal í úthlutunarnefndir en þær nefndir starfa svo alfarið á vegum Stjórnar listamannalauna. Sitjandi stjórn RSÍ hverju sinni kemur aldrei að skipan allra í úthlutunarnefnd launasjóðs þar sem stjórn RSÍ endurnýjar sig að hluta árlega, líkt og úthlutunarnefndin gerir og sú nefnd endurnýjar sig svo alveg á þriggja ára fresti. Vilborg Davíðsdóttir skrifað grein um árásir á listamenn, sem vakti mikla athygli og um var fjallað. Vegna stöðugra rangfærslna í fjölmiðlum er rétt að ítreka og endurtaka að núverandi stjórn RSÍ valdi ekki úthlutunarnefnd í launasjóð rithöfunda. Tveir nefndarmenn voru tilnefndir til menntamálaráðherra fyrir stjórnarskipti í apríl 2015. Núverandi stjórn tók við í maí 2015. þetta þýðir að skörun stjórnarmanna og nefndar er eins mikil og mögulegt er og samskipti stjórnar og nefndar eru engin,“ segir í bréfi Kristínar Helgu. Þá kemur fram í bréfi Kristínar Helgu að RSÍ hafi haft mjög skýrar verklagsreglur við val á nefndarfólki í úthlutunarnefnd og að það hafi víðtaka yfirsýn yfir ritvöllinn. Dularfulla Björns-málið Kristín Helga segir einnig: „Stjórn RSÍ hefur aldrei afskipti eða nokkra aðkomu að störfum úthlutunarnefnda enda starfa þær alfarið á vegum Stjórnar listmannalauna sem er stofnun á vegum hins opinbera. Þess vegna svarar Stjórn listamannalauna, en ekki stjórn RSÍ, fyrir störf einstaka nefndarmanna, heldur Stjórn listamannalauna. Það hefur áður komið fram og er mikilvægt að halda til haga hér.“ Kristín Helga og Björn Þór sem óvænt var kominn úr úthlutunarnefndinni. Á því hafa ekki fengist skýringar. Þessi orð Kristínar stangast reyndar á við orð Björns Þórs Vilhjálmssonar bókmenntafræðings, en honum var vikið úr nefndinni án skýringa. Helgi Ingólfsson rithöfundur hefur ítrekað kallað eftir skýringum á því hvernig að því var staðið en án árangurs. Kynningarátak RSÍ Þá greinir formaður Rithöfundasambandsins frá því að starfshópur á vegum BÍL hafi verið settur saman til að „kanna verkferla og koma með tillögur að aukinni armslengd fyrir öll aðildarfélögin, enda eru sjóðir listamanna sex talsins. Þessi starfshópur hefur nú skilað af sér niðurstöðum til stjórnar BÍL og er stjórnin að vinna siðareglur fyrir BÍL úr þeim gögnum. Þegar þær liggja fyrir höldum við félagsfund hjá RSÍ og skoðum tillögur starfshópsins.“ Allt bréf Kristínar Helgu til rithöfunda og félaga í RSÍ má finna á heimasíðu Rithöfundasambandsins. En þar leggur hún áherslu á að rithöfundar verði að standa saman um að kynna aðstæður sínar. „RSÍ fer í kynningarátak fyrir ritlistina á þessu ári. Við ætlum að sækja okkur samstarfsaðila og leggja niður fyrir okkur það fræðslustarf sem þarf að eiga sér stað og með hvaða hætti skal að því standa. Upplýst samræða er það eina sem stöðvar þennan árlega stífidans.“ Listamannalaun Tengdar fréttir Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, vænir fjölmiðla um ítrekaðar rangfærslur í bréfi til félagsmanna í Rithöfundasambandinu í því sem hún kallar fjölmiðlafár um listamannalaun. Hún segir að ýjað hafi verið að spillingu og sjálftöku og fjölmiðlar hafi markvisst farið með rangt mál og vikið sér undan því að leita réttra upplýsinga. Heiftarleg umræða um rithöfunda Bréf Kristínar Helgu hefst svo: „Fjölmiðlafárið um listamannalaunin hélt eitthvað áfram, stóð í ríflega tvær vikur. Rithöfundar eru árlega í fremstu víglínu og taka á sig gusur. Myndbirtingar minntu sumar á villta vestrið, einhverjir tjargaðir og fiðraðir á samfélagsmiðlatorginu og þar víða leyfilegt að sparka, bíta og klóra. Það er hollt að skoða aðeins þessa atburðarrás, læra kannski af henni, bæta umhverfið og undirbúa okkur fyrir næsta ár svo þróunin megi verða þannig að við lendum miklu frekar árlega í upplýstri umræðu um listirnar og gildi ritlistar og áhrif hennar á samtímann og umhverfið. Umræðan nú var heiftarlegri en áður,“ skrifar Kristín Helga til rithöfunda. Og hún heldur áfram: Kristín Helga segir fjölmiðla hafa hamrað á rangfærslum. „Hamrað var á rangfærslum við úthlutun ritlauna í fyrirsögnum hjá frjálsa og óháða fjölmiðlarisanum. Ýjað var að spillingu og sjálftöku. Engu máli skiptu upplýsingar um rétta verkferla, enda hringdi ekki einn einasti fréttamaður af þessum miðlum í stjórn og starfsfólk RSÍ á meðan á þessu stóð.“ Ónákvæmni formannsins Óhjákvæmilegt er að benda á að þetta er einfaldlega rangt hjá formanninum. Vísir, auk annarra miðla 365, fjölluðu um málið á sínum tíma og í frétt 11. janúar, „Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum“ er rætt við Kristínu Helgu. Þar greinir frá því að allir sem sitja í stjórn Rithöfundasambandsins hafi fengið úthlutað 12 mánaða listamannalaunum fyrir árið 2016. Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu, og þá á Vísi, var fjallað um þá listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug, allt rithöfundar, var rætt við Bryndísi Loftsdóttur formann stjórnar listmannalauna. Þar kemur fram að sjö rithöfundar hafi fengið meira en sem nemur níu árum úthlutað í starfslaun. Þeir listamenn, allt rithöfundar, sem hafa fengið meira en níu árum úthlutað í starfslaun á undanförnum áratug. Og eftir samantekt um afköst þeirra sömu rithöfunda, þar sem meðal annars kemur fram að Andri Snær Magnason hafi sent frá sér eina bók á undanförnum tíu árum, var haft samband við Andra Snæ og honum boðið að tjá sig. Hann kaus að gera það ekki en Andri Snær hefur ekki viljað tjá sig opinberlega við fréttastofu 365 um málið. Í þeirri frétt gætti ónákvæmni í fyrirsögn, Andri Snær hafði þá sent frá sér eina bók á tæpum tíu árum og var það skilmerkilega leiðrétt í sérstakri frétt. Ýmis fleiri dæmi eru um að leitað hafi verið viðbragða hjá stjórn Rithöfundasambandsins og aldrei hefur verið undan því vikist að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri. Sem dæmi má nefna harðorða grein sem Vilborg Davíðsdóttir stjórnarmaður í RSÍ reit og um var fjallað skilmerkilega. Stöðugar rangfærslur fjölmiðla Bréf Kristínar er lengra. Hún ítrekar í bréfi sínu að núverandi stjórn hafi ekki komið að vali á allri úthlutunarnefndinni. „Aðildarfélög BÍL eru bundin af lögum um listamannalaun nr. 57 frá 2009 þegar tilnefna skal í úthlutunarnefndir en þær nefndir starfa svo alfarið á vegum Stjórnar listamannalauna. Sitjandi stjórn RSÍ hverju sinni kemur aldrei að skipan allra í úthlutunarnefnd launasjóðs þar sem stjórn RSÍ endurnýjar sig að hluta árlega, líkt og úthlutunarnefndin gerir og sú nefnd endurnýjar sig svo alveg á þriggja ára fresti. Vilborg Davíðsdóttir skrifað grein um árásir á listamenn, sem vakti mikla athygli og um var fjallað. Vegna stöðugra rangfærslna í fjölmiðlum er rétt að ítreka og endurtaka að núverandi stjórn RSÍ valdi ekki úthlutunarnefnd í launasjóð rithöfunda. Tveir nefndarmenn voru tilnefndir til menntamálaráðherra fyrir stjórnarskipti í apríl 2015. Núverandi stjórn tók við í maí 2015. þetta þýðir að skörun stjórnarmanna og nefndar er eins mikil og mögulegt er og samskipti stjórnar og nefndar eru engin,“ segir í bréfi Kristínar Helgu. Þá kemur fram í bréfi Kristínar Helgu að RSÍ hafi haft mjög skýrar verklagsreglur við val á nefndarfólki í úthlutunarnefnd og að það hafi víðtaka yfirsýn yfir ritvöllinn. Dularfulla Björns-málið Kristín Helga segir einnig: „Stjórn RSÍ hefur aldrei afskipti eða nokkra aðkomu að störfum úthlutunarnefnda enda starfa þær alfarið á vegum Stjórnar listmannalauna sem er stofnun á vegum hins opinbera. Þess vegna svarar Stjórn listamannalauna, en ekki stjórn RSÍ, fyrir störf einstaka nefndarmanna, heldur Stjórn listamannalauna. Það hefur áður komið fram og er mikilvægt að halda til haga hér.“ Kristín Helga og Björn Þór sem óvænt var kominn úr úthlutunarnefndinni. Á því hafa ekki fengist skýringar. Þessi orð Kristínar stangast reyndar á við orð Björns Þórs Vilhjálmssonar bókmenntafræðings, en honum var vikið úr nefndinni án skýringa. Helgi Ingólfsson rithöfundur hefur ítrekað kallað eftir skýringum á því hvernig að því var staðið en án árangurs. Kynningarátak RSÍ Þá greinir formaður Rithöfundasambandsins frá því að starfshópur á vegum BÍL hafi verið settur saman til að „kanna verkferla og koma með tillögur að aukinni armslengd fyrir öll aðildarfélögin, enda eru sjóðir listamanna sex talsins. Þessi starfshópur hefur nú skilað af sér niðurstöðum til stjórnar BÍL og er stjórnin að vinna siðareglur fyrir BÍL úr þeim gögnum. Þegar þær liggja fyrir höldum við félagsfund hjá RSÍ og skoðum tillögur starfshópsins.“ Allt bréf Kristínar Helgu til rithöfunda og félaga í RSÍ má finna á heimasíðu Rithöfundasambandsins. En þar leggur hún áherslu á að rithöfundar verði að standa saman um að kynna aðstæður sínar. „RSÍ fer í kynningarátak fyrir ritlistina á þessu ári. Við ætlum að sækja okkur samstarfsaðila og leggja niður fyrir okkur það fræðslustarf sem þarf að eiga sér stað og með hvaða hætti skal að því standa. Upplýst samræða er það eina sem stöðvar þennan árlega stífidans.“
Listamannalaun Tengdar fréttir Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11