Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2016 12:21 Helgi segist engin svör fá við því hvers vegna Birni Þór var ýtt út úr úthlutunarnefndinni óforvarandis. Helgi Ingólfsson rithöfundur setti fram fyrirspurn til stjórnar rithöfundasambandsins þar sem hann fer fram á svör við því hvernig það megi vera að Birni Þór Vilhjálmssyni hafi verið ýtt út úr úthlutunarnefnd rithöfundasjóðs eftir aðeins eitt ár. Þetta gengur í berhögg við það þann hátt sem hafður hefur verið á, að sögn formanns stjórnar Rithöfundasambandsins (RSÍ), Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, að nefndin endurnýjaði sig árlega með því að enginn sæti þar lengur en í þrjú ár. Frásögn Björns Þórs gæti gefið tilefni til að ætla að afskipti stjórnar RSÍ af störfum úthlutunarnefndarinnar séu meiri en eðlilegt má teljast eða fram hefur komið.Reykfyllt bakherbergiMálefni rithöfundasambandsins hafa verið mjög í deiglunni eftir að Vísir greindi frá því að stjórnin veldi sjálf fólk til setu í úthlutunarnefndinni, sem svo meðal annars veitir stjórnarmeðlimum sín starfslaun. Vísir greindi einnig frá því hvernig Birni Þór var ýtt út úr nefndinni eftir aðeins eitt ár. Þetta var án skýringa og gengur gegn því fyrirkomulagi sem vísað hefur verið til.Helgi Ingólfsson gefur sig hvergi með fyrirspurnir sínar til stjórnar rithöfundasambandsins.Helgi segir hvergi bóla á svörum við fyrirspurn sinni; „hvergi heyrist múkk, leyndarhjúpurinn er fullkominn og órjúfanlegur. Þarf hin ástsæla stjórn – sem í vikunni fékk veruleg hyllingaróp á facebooksíðu sinni, sem síðan hurfu fyrirvaralaust og óskiljanlega út í eterinn - ekki að svara fyrir stjórnarathafnir? Hví er hún svo þögul? Varla eru ákvarðanir hennar teknar í reykfylltum bakherbergjum? Og er ekki athyglisvert hvernig stétt, sem telur sig berjast fyrir opinni og gagnsærri umræðu, virðist telja ástandið eðlilegt eða viðunandi? Hvernig brygðist almenningur við, ef almenn stjórnvöld teldu sig hafin yfir að svara spurningum? Það væri skrítið samfélag. Nú, í sumum samfélögum má víst ekki spyrja.“Hvað hefði Voltaire gert?Þetta kemur fram í ítrekun Helga sem hann setur fram í pistli á FB-síðu rithöfundasambandsins sem og í Facebookhópi sem kallast Menningarátökin. Helgi telur rétt að hvessa á spurningum sínum: „Var stjórn RSÍ beitt einhverjum utanaðkomandi þrýstingi við að skipta út manni, sem eingöngu sat eitt ár í úthlutunarnefnd, eða gerði hún það fullkomlega af eigin hvötum? Veit einhver tiltekinn hópur almennra félagsmanna innan RSÍ hvernig á því stóð að manninum var skipt út? Ef svo er, hvernig má vera að sumir almennir félagsmenn búi yfir tiltekinni leyndarvitneskju, en aðrir ekki? Á upplýsingagjöf ekki að vera almenn og lýðræðisleg? Má ganga út frá því að svona Illugaþagnir verði viðbrögð stjórnar RSÍ í framtíðinni, þegar forðast þarf óþægilegar spurningar? Og síðast en ekki síst: Hvers eða hverra hagsmunum þjónar þessi þögn? Hvers eða hverra hagsmunum þjónaði útskiptingin?“ segir Helgi og veltir fyrir sér: „Hvað hefði Voltaire gert?“Segir svör þegar fyrirliggjandiGauti Kristmannsson er varamaður í stjórn og hann er til svara á Menningarátökunum. Gauti segir svör við þessum spurningum þegar fyrirliggjandi af hálfu stjórnar í yfirlýsingum frá stjórn RSÍ, en sjálfsagt sé að ítreka þau:Gauti Kristmannsson varamaður í stjórn RSÍ hefur öðrum fremur innan stjórnar RSÍ risið upp henni til varnar.„Stjórn RSÍ tilnefnir skv. lögum árlega einstaklinga í úthlutunarnefnd sem síðan er skipuð af menntamálaráðherra. Það er enginn skipaður lengur en til eins árs svo það er ekki um það að ræða að einhver hafi verið rekinn. Haldinn verður félagsfundur um starfslaunin bráðlega, þegar starfshópur BÍL hefur skilað tillögum sínum um úrbætur á núverandi fyrirkomulagi, og verða allir félagar velkomnir á hann. Að öðru leyti vísast til stjórnar listamannalauna, enda starfar úthlutunarnefnd á vegum hennar en ekki RSÍ.“ Helgi Ingólfsson telur þetta undanbrögð, enginn hafi haldið því fram að lög hafi verið brotin og enginn haldið því fram að neinn hafi verið rekinn. „En miðað við verklagsreglur, sem áttu að tryggja hlutlægni, hefur því verið fylgt að meðlimir í úthlutunarnefnd hafa setið í þrjú ár í senn. Farið var á svig við þær reglur með inngripi stjórnar RSÍ, sem hefur ekki svarað einni einustu af spurningum mínum.“ Tengdar fréttir Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Helgi Ingólfsson rithöfundur setti fram fyrirspurn til stjórnar rithöfundasambandsins þar sem hann fer fram á svör við því hvernig það megi vera að Birni Þór Vilhjálmssyni hafi verið ýtt út úr úthlutunarnefnd rithöfundasjóðs eftir aðeins eitt ár. Þetta gengur í berhögg við það þann hátt sem hafður hefur verið á, að sögn formanns stjórnar Rithöfundasambandsins (RSÍ), Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, að nefndin endurnýjaði sig árlega með því að enginn sæti þar lengur en í þrjú ár. Frásögn Björns Þórs gæti gefið tilefni til að ætla að afskipti stjórnar RSÍ af störfum úthlutunarnefndarinnar séu meiri en eðlilegt má teljast eða fram hefur komið.Reykfyllt bakherbergiMálefni rithöfundasambandsins hafa verið mjög í deiglunni eftir að Vísir greindi frá því að stjórnin veldi sjálf fólk til setu í úthlutunarnefndinni, sem svo meðal annars veitir stjórnarmeðlimum sín starfslaun. Vísir greindi einnig frá því hvernig Birni Þór var ýtt út úr nefndinni eftir aðeins eitt ár. Þetta var án skýringa og gengur gegn því fyrirkomulagi sem vísað hefur verið til.Helgi Ingólfsson gefur sig hvergi með fyrirspurnir sínar til stjórnar rithöfundasambandsins.Helgi segir hvergi bóla á svörum við fyrirspurn sinni; „hvergi heyrist múkk, leyndarhjúpurinn er fullkominn og órjúfanlegur. Þarf hin ástsæla stjórn – sem í vikunni fékk veruleg hyllingaróp á facebooksíðu sinni, sem síðan hurfu fyrirvaralaust og óskiljanlega út í eterinn - ekki að svara fyrir stjórnarathafnir? Hví er hún svo þögul? Varla eru ákvarðanir hennar teknar í reykfylltum bakherbergjum? Og er ekki athyglisvert hvernig stétt, sem telur sig berjast fyrir opinni og gagnsærri umræðu, virðist telja ástandið eðlilegt eða viðunandi? Hvernig brygðist almenningur við, ef almenn stjórnvöld teldu sig hafin yfir að svara spurningum? Það væri skrítið samfélag. Nú, í sumum samfélögum má víst ekki spyrja.“Hvað hefði Voltaire gert?Þetta kemur fram í ítrekun Helga sem hann setur fram í pistli á FB-síðu rithöfundasambandsins sem og í Facebookhópi sem kallast Menningarátökin. Helgi telur rétt að hvessa á spurningum sínum: „Var stjórn RSÍ beitt einhverjum utanaðkomandi þrýstingi við að skipta út manni, sem eingöngu sat eitt ár í úthlutunarnefnd, eða gerði hún það fullkomlega af eigin hvötum? Veit einhver tiltekinn hópur almennra félagsmanna innan RSÍ hvernig á því stóð að manninum var skipt út? Ef svo er, hvernig má vera að sumir almennir félagsmenn búi yfir tiltekinni leyndarvitneskju, en aðrir ekki? Á upplýsingagjöf ekki að vera almenn og lýðræðisleg? Má ganga út frá því að svona Illugaþagnir verði viðbrögð stjórnar RSÍ í framtíðinni, þegar forðast þarf óþægilegar spurningar? Og síðast en ekki síst: Hvers eða hverra hagsmunum þjónar þessi þögn? Hvers eða hverra hagsmunum þjónaði útskiptingin?“ segir Helgi og veltir fyrir sér: „Hvað hefði Voltaire gert?“Segir svör þegar fyrirliggjandiGauti Kristmannsson er varamaður í stjórn og hann er til svara á Menningarátökunum. Gauti segir svör við þessum spurningum þegar fyrirliggjandi af hálfu stjórnar í yfirlýsingum frá stjórn RSÍ, en sjálfsagt sé að ítreka þau:Gauti Kristmannsson varamaður í stjórn RSÍ hefur öðrum fremur innan stjórnar RSÍ risið upp henni til varnar.„Stjórn RSÍ tilnefnir skv. lögum árlega einstaklinga í úthlutunarnefnd sem síðan er skipuð af menntamálaráðherra. Það er enginn skipaður lengur en til eins árs svo það er ekki um það að ræða að einhver hafi verið rekinn. Haldinn verður félagsfundur um starfslaunin bráðlega, þegar starfshópur BÍL hefur skilað tillögum sínum um úrbætur á núverandi fyrirkomulagi, og verða allir félagar velkomnir á hann. Að öðru leyti vísast til stjórnar listamannalauna, enda starfar úthlutunarnefnd á vegum hennar en ekki RSÍ.“ Helgi Ingólfsson telur þetta undanbrögð, enginn hafi haldið því fram að lög hafi verið brotin og enginn haldið því fram að neinn hafi verið rekinn. „En miðað við verklagsreglur, sem áttu að tryggja hlutlægni, hefur því verið fylgt að meðlimir í úthlutunarnefnd hafa setið í þrjú ár í senn. Farið var á svig við þær reglur með inngripi stjórnar RSÍ, sem hefur ekki svarað einni einustu af spurningum mínum.“
Tengdar fréttir Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11