Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2016 14:50 Björn Þór sat í nefndinni í eitt ár, var þá hent út án skýringa. Reynsla hans stangast á við yfirlýsingar Kristínar Helgu. Björn Þór Vilhjálmsson segist aðeins hafa setið í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda í eitt ár, honum var sparkað úr nefndinni án viðhlítandi skýringa – en hann var ráðinn til þriggja ára. Það var stjórn rithöfundasambandsins sem hafði með það að gera að Birni var vikið úr nefndinni.Stangast á við yfirlýsingar stjórnar Auk þess sem reynsla Björns Þórs bendir til þess að stjórn rithöfundasambandsins hafi meiri afskipti af úthlutunarnefndinni en áður hefur komið fram þá stangast hún á við yfirlýsingar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, formanns rithöfundasambandsins, sem sagt hefur: „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. Þetta er til dæmis ítrekað í nýlegri yfirlýsingu stjórnar rithöfundasambandsins auk þess sem formaður stjórnar listamannalauna, Bryndís Loftsdóttir, hefur ítrekað vísað til þessa. Orð Björns eru fágætur vitnisburður því nefndarmenn eru bundnir trúnaði um störf sín.Heyrði að hann væri ekki lengur í nefndinni Listmannalaunin hafa verið mjög til umræðu eftir að úthlutun til ársins 2016 lá fyrir. Björn Vilhjálmsson greinir frá þessari reynslu sinni í Facebookhópi sem kallast Menningarátökin. Þar segir hann meðal annars. „Ég heyri utanfrá mér sl. haust að svo sé ekki lengur sem kom mér í opna skjöldu. Til að leita svara á því hvað hefði gerst hafði ég fyrst samband við Rannís sem vissi ekkert um ástæðurnar og beindi mér áfram til Menntamálaráðuneytisins. Þar ræddi ég við Karitas Gunnarsdóttur sem tjáði mér að ráðuneytið kæmi ekki að mannavali í þessa launanefnd. Ráðuneytinu bærist einfaldlega í hendur listi yfir tilnefnda nefndarfulltrúa beint frá stjórn Rithöfundasambandsins og ætti ég að snúa mér þangað til að leita svara við því hvers vegna mér hefði verið skipt út eftir árssetu í nefndinni, sem hún taldi reyndar líka vera einsdæmi.“Ekkert persónulegt Það var þá fyrst sem Birni hugkvæmdist að hafa samband við Rithöfundasambandið: „Þá hringdi ég í Kristínu Helgu Gunnarsdóttur formann Rithöfundasambandsins sem tjáði mér að verið væri að gera róttækar breytingar á skipan í nefndina, örari endurnýjun og styttri setutíma einstakra meðlima í nefndinni þættu nú ákjósanlegri kostur. Hún viðurkenndi að það hefðu verið mistök að hafa ekki samband við mig persónulega í ljósi þess að ég átti von á að sitja í nefndinni í þrjú ár og vildi jafnframt meina að það lægju engar persónulegar ástæður fyrir hvarfi mínu úr nefndinni eða fagleg gagnrýni að baki þessari tilhögun.“ Þetta segir Björn stangast á við áðurnefnd ummæli Kristínar Helgu. Því er svo við þetta að bæta að störf Björns Þórs komu til umfjöllunar í Vísi þegar frá því var greint að hann, sem nefndarmaður, hefði staðið að úthlutun Eiríks Guðmundssonar til tveggja ára, en spurt var hvort hann væri vanhæfur vegna gagnrýnendastarfa sinna í Víðsjá Ríkisútvarpsins, hvar Eiríkur er einn umsjónarmanna.Vitnisburður Björns Frásögn Björns í heild sinni er svohljóðandi: Björn Vilhjálmsson: Ég vil staðfesta það sem Bjarni [Bjarnason] segir hér að ofan um sviptingar í skipan í launasjóð rithöfunda. Ég var í launasjóði rithöfunda 2014 og sat þá í nefndinni í fyrsta sinn. Ég heyri utanfrá mér sl. haust að svo sé ekki lengur sem kom mér í opna skjöldu. Til að leita svara á því hvað hefði gerst hafði ég fyrst samband við Rannís sem vissi ekkert um ástæðurnar og beindi mér áfram til Menntamálaráðuneytisins. Þar ræddi ég við Karitas Gunnarsdóttur sem tjáði mér að ráðuneytið kæmi ekki að mannavali í þessa launanefnd. Ráðuneytinu bærist einfaldlega í hendur listi yfir tilnefnda nefndarfulltrúa beint frá stjórn Rithöfundasambandsins og ætti ég að snúa mér þangað til að leita svara við því hvers vegna mér hefði verið skipt út eftir árssetu í nefndinni, sem hún taldi reyndar líka vera einsdæmi. Þá hringdi ég í Kristínu Helgu Gunnarsdóttur formann Rithöfundasambandsins sem tjáði mér að verið væri að gera róttækar breytingar á skipan í nefndina, örari endurnýjun og styttri setutíma einstakra meðlima í nefndinni þættu nú ákjósanlegri kostur. Hún viðurkenndi að það hefðu verið mistök að hafa ekki samband við mig persónulega í ljósi þess að ég átti von á að sitja í nefndinni í þrjú ár og vildi jafnframt meina að það lægju engar persónulegar ástæður fyrir hvarfi mínu úr nefndinni eða fagleg gagnrýni að baki þessari tilhögun. Í fréttinni sem Bjarni tengir við hér að ofan vitnar Vísir hins vegar í Kristínu og eru orð hennar þar í beinni andstöðu við það sem hún tjáði mér: „Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina“. Tengdar fréttir Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Björn Þór Vilhjálmsson segist aðeins hafa setið í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda í eitt ár, honum var sparkað úr nefndinni án viðhlítandi skýringa – en hann var ráðinn til þriggja ára. Það var stjórn rithöfundasambandsins sem hafði með það að gera að Birni var vikið úr nefndinni.Stangast á við yfirlýsingar stjórnar Auk þess sem reynsla Björns Þórs bendir til þess að stjórn rithöfundasambandsins hafi meiri afskipti af úthlutunarnefndinni en áður hefur komið fram þá stangast hún á við yfirlýsingar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, formanns rithöfundasambandsins, sem sagt hefur: „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. Þetta er til dæmis ítrekað í nýlegri yfirlýsingu stjórnar rithöfundasambandsins auk þess sem formaður stjórnar listamannalauna, Bryndís Loftsdóttir, hefur ítrekað vísað til þessa. Orð Björns eru fágætur vitnisburður því nefndarmenn eru bundnir trúnaði um störf sín.Heyrði að hann væri ekki lengur í nefndinni Listmannalaunin hafa verið mjög til umræðu eftir að úthlutun til ársins 2016 lá fyrir. Björn Vilhjálmsson greinir frá þessari reynslu sinni í Facebookhópi sem kallast Menningarátökin. Þar segir hann meðal annars. „Ég heyri utanfrá mér sl. haust að svo sé ekki lengur sem kom mér í opna skjöldu. Til að leita svara á því hvað hefði gerst hafði ég fyrst samband við Rannís sem vissi ekkert um ástæðurnar og beindi mér áfram til Menntamálaráðuneytisins. Þar ræddi ég við Karitas Gunnarsdóttur sem tjáði mér að ráðuneytið kæmi ekki að mannavali í þessa launanefnd. Ráðuneytinu bærist einfaldlega í hendur listi yfir tilnefnda nefndarfulltrúa beint frá stjórn Rithöfundasambandsins og ætti ég að snúa mér þangað til að leita svara við því hvers vegna mér hefði verið skipt út eftir árssetu í nefndinni, sem hún taldi reyndar líka vera einsdæmi.“Ekkert persónulegt Það var þá fyrst sem Birni hugkvæmdist að hafa samband við Rithöfundasambandið: „Þá hringdi ég í Kristínu Helgu Gunnarsdóttur formann Rithöfundasambandsins sem tjáði mér að verið væri að gera róttækar breytingar á skipan í nefndina, örari endurnýjun og styttri setutíma einstakra meðlima í nefndinni þættu nú ákjósanlegri kostur. Hún viðurkenndi að það hefðu verið mistök að hafa ekki samband við mig persónulega í ljósi þess að ég átti von á að sitja í nefndinni í þrjú ár og vildi jafnframt meina að það lægju engar persónulegar ástæður fyrir hvarfi mínu úr nefndinni eða fagleg gagnrýni að baki þessari tilhögun.“ Þetta segir Björn stangast á við áðurnefnd ummæli Kristínar Helgu. Því er svo við þetta að bæta að störf Björns Þórs komu til umfjöllunar í Vísi þegar frá því var greint að hann, sem nefndarmaður, hefði staðið að úthlutun Eiríks Guðmundssonar til tveggja ára, en spurt var hvort hann væri vanhæfur vegna gagnrýnendastarfa sinna í Víðsjá Ríkisútvarpsins, hvar Eiríkur er einn umsjónarmanna.Vitnisburður Björns Frásögn Björns í heild sinni er svohljóðandi: Björn Vilhjálmsson: Ég vil staðfesta það sem Bjarni [Bjarnason] segir hér að ofan um sviptingar í skipan í launasjóð rithöfunda. Ég var í launasjóði rithöfunda 2014 og sat þá í nefndinni í fyrsta sinn. Ég heyri utanfrá mér sl. haust að svo sé ekki lengur sem kom mér í opna skjöldu. Til að leita svara á því hvað hefði gerst hafði ég fyrst samband við Rannís sem vissi ekkert um ástæðurnar og beindi mér áfram til Menntamálaráðuneytisins. Þar ræddi ég við Karitas Gunnarsdóttur sem tjáði mér að ráðuneytið kæmi ekki að mannavali í þessa launanefnd. Ráðuneytinu bærist einfaldlega í hendur listi yfir tilnefnda nefndarfulltrúa beint frá stjórn Rithöfundasambandsins og ætti ég að snúa mér þangað til að leita svara við því hvers vegna mér hefði verið skipt út eftir árssetu í nefndinni, sem hún taldi reyndar líka vera einsdæmi. Þá hringdi ég í Kristínu Helgu Gunnarsdóttur formann Rithöfundasambandsins sem tjáði mér að verið væri að gera róttækar breytingar á skipan í nefndina, örari endurnýjun og styttri setutíma einstakra meðlima í nefndinni þættu nú ákjósanlegri kostur. Hún viðurkenndi að það hefðu verið mistök að hafa ekki samband við mig persónulega í ljósi þess að ég átti von á að sitja í nefndinni í þrjú ár og vildi jafnframt meina að það lægju engar persónulegar ástæður fyrir hvarfi mínu úr nefndinni eða fagleg gagnrýni að baki þessari tilhögun. Í fréttinni sem Bjarni tengir við hér að ofan vitnar Vísir hins vegar í Kristínu og eru orð hennar þar í beinni andstöðu við það sem hún tjáði mér: „Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina“.
Tengdar fréttir Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11